Nú skal ég deila nokkru með ykkur …
Í fjögur LÖNG ár var ég ástfanginn af einni og sömu skvísunni … Í fjögur ár þjáðist ég af þunglindi og sjálfsálit mitt var í miklum mínus (þó ekki bara vegna þessa, þetta voru erfiðir tímar í lífi mínu af mörgum ástæðum) … ég var á barmi sjálfsmorðs … En tvennt hélt mér lifandi … VONIN og VINIRNIR … vonin um að á endanum myndu allir mínir draumar rætast og vinirnir sem voru alltaf til staðar, sem ég gat treyst og sem að treystu á mig … Eftir fjögur erfið ár voru það vinir mínir sem stöppuðu í mig stálinu og fengu mig loks til þess að tjá henni tilfinningar mínar … Þannig var það að hún var á leiðinni úr landi í ár ásamt vinkonu sinni … Ég var búinn að plana það að hitta hana augliti til auglitis, en það gekk ekki eftir … sem betur fer var ég búinn að hnipra niður á blað í stórum dráttum það sem ég vildi segja … Vinur minn (bróðir hennar) setti bréfið það sem ég skrifaði í töskuna hennar … Bréfið las hún þegar hún kom út … eitthverjum mánuðum seinna kom upp vandamál með vinnu úti og þær sneru heim aftur … Nokkrum dögum eftir að hún kom heim hringdi ég í hana og bað hana um að hitta mig … Hún sagðist ekki geta það, og sagði mér að bréf væri rétt ókomið til mín … Bréfið kom og VÁ hvað það var sárt að lesa það … Neitunin var samt sem áður afskaplega hlý og vinaleg og tjáði mér það af einskærri nærgætni að tilfinningar mínar væru ekki endurgoldnar … skurdy9 málið snýst ekki um sangyrni … ég ber enn tilfinningar í garð þessarrar stúlku, og þó veit ég að aldrey í lífinu mun nokkuð verða úr þessu … og eitthverra hluta vegna dreg ég ennþá andann … Reyndu eftir mesta megni að gleyma manneskjunni (Ég veit að það verður allt annað en auðvelt), og haltu fast í sambandið sem þú ert í (þ.e.a.s. ef þú elskar manneskjuna sem þú ert í sambandi við) … “IF IT MAKES YOU HAPPY, IT CAN'T BE THAT BAD” (Sheryl Crow) … Kveðja DARRI