Ég er núna búin að vera á föstu í meira en ár og hefur það gengið svona upp og niður, eða bara eins og gengur og gerist í samböndum.
Ég sé eftir mörgum sem ég hef sagt og gert og eflaust hann líka en samt eru sættirnar góðar :)
Núna nýlega hefur verið mikið að gera hjá honum í vinnunni auk þess sem hann býr útá landi, og hefur það orðið til þess að ég sé hann einu sinni í viku nema þegar hann nær í mig og ég verð þar yfir helgi.
Hann hefur gist heima hjá mér 2 sinnum eftir áramót og þykir mér það ósköp leiðinlegt!
En já, þessi höfnunartilfinning er farin að koma…..mér er farið að finnast þetta vera þannig að ég er neðst.
Hann djammar stundum og allt í lagi með það…..en þegar hann segist ekki getað komið og lúllað hjá mér vegna vinnu daginn eftir, fer svo á djammið og fer ekkert að vinna….þá er þetta orðið slæmt.
Og eins og korkur sem var sendur inn af mér segir að hreinskilni borgar sig…..jahh ég segi honum alltaf hvernig mér líður……og þá er ég farin að fá svör á borð við:
Svona er lífið
eða:
Byrjaru að væla yfir þessu aftur
Málið er bara það að ég sakna þess að hafa hann svona mikið eins og hann gerði, og tala við hann í sía eins mikið og við gerðium…..nú er þetta þannig að ég sé hann einu sinni í viku og tala í mesta lagi við hann í 20 mín á kvöldin.
Ég er skemmd eftir stráka og sé þetta því þannig að mér sé hafnað fyrir allt annað (væntanlega vegna þess að mér var allt í einu hafnað af strákum, ekkert verið að segja manni að þetta sé búið….bara labbað í burtu)
Hvað getur maður gert í þessu?
Ég vil alls ekki missa hann :S
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"