Hafiði lent í því þegar þið eruð ótrúlega hrifnar af stráki að það er eins og þið breytið ykkur eins og þið haldið að strákurinn vilji hafa ykkur?
Þetta er svona hjá mér, þetta er búið að vera eins síðan í 5.bekk.. ég byrja bara á byrjun
Þegar ég var í 5-6.bekk þá varð ég hrifin af stráki sem var já, ekki þessi vinsæli. Hann var nú ekkert myndarlegur heldur, en það var eitthvað við hann sem fékk mig til að verða hrifna af honum. Ég var frekar vinsæl, ég átti marga vini og svona. En þegar ég varð hrifin af þessum strák, breyttist ég bara í óvinsælustu stelpuna, þetta varð til þess að ég varð lögð í einelti í 5.bekk. Ég samt lagaði þetta með tímanum en var samt alltaf hrifin af þessum stráki, og ég gjörsamlega varð að honum. Fékk mér sömu áhugamál og allt. síðan í 7.bekk hætti ég að vera hrifin af honum, um leið og ég frétt að hann væri hrifin af mér… ég breytti mér í ienhverja manneskju sem var ekki ég til einskis.
Í 8.bekk varð ég hrifin af öðrum stráki, ljótur strákur… en varð samt hrifin af honum. Ég breytti mér líka fyrir hann, tók mér sömu áhugamál og hann en síðan þegar hann spurði hvort ég myndi vilja byrja með sér þá varð ég bara eitt spurninga merki? Hvað var ég að pæla.. Hætti auðvitað strax að vera hrifin af honum.
Síðan var það í 9.bekk, ég varð hrifin af stráki sem ég gjörsamlega dýrka. Hann var vinsæll, ekki beint þessi sætasti, en hann var sætur, skemmtilegur og gjörsamlega allt sem ég leitaði af. Ég samt, breytti mér ekkert fyrir hann.. Ég lofaði sjálfri mér að breyta mér ekki þar sem lífið var allt komið á réttan kjöl.. ég var orðin ég sjálf.. Og það var að þeirri manneskju sem hann varð hrifinn af og þetta endaði með því að ég fékk fyrsta kossinn ;) Okey, einhver sammála mér að það sé það besta sem til er? Mitt fyrsta skifti var allavega fullkomið. Okey, snúum okkur að hinu. Þetta gerðist um helgi og ég var með stráknum í bekk, og ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta yrði vandræðalegt og sögðum auðvitað ekki neinum frá ég meina ég var ekki beint vinsælasta stelpan og ég vissi að hann myndi ekki vilja segja nokkri manneskju frá þessu. Það fóru nokkrir mánuðir í spjall samband og sms, og ég var rosalega hrifin af honum þótt ég vissi að hann væri hrifin af mér, ég vissi að þetta var allt öðruvísi. En svo kom þetta, ég vildi meira, ég vildi byrja með honum í alvöru og ég er alveg viss um það að hann hefði alveg viljað það líka. Ég fór að breyta mér, ég missti marga vini í ferlinum og bestu vinkonu mína líka og ég sé alveg svo rosalega eftir því, ég veit ekki afhverju ég gerði þetta og auðvitað hætti strákurinn að vera hrifin af mér og ég sat eftir með sárt ennið.
og fyrir þær stelpur sem eiga það til að breyta sér; ekki breyta ykkur fyrir strákana sem þið eruð hrifnar af.. Ef þeir eru ekki hrifnir af ykkur eins og þið eruð þá eru þeir ekki þess virði, einn góðan veður dag eigið eftir að finna strák sem elskar þig eins og þú ert :)