Kæru hugarar, ég kem til ykkar með málefni sem vegur þungt hjá mér.
Ég vona að þið getið veitt mér eitthver góð ráð þar sem ég veit ekkert í minn haus.
Þannig er það að ég er “head over feet” yfir stelpu sem ég vinn með. Ég hef borið þessar tilfinningar til hennar síðan … (ég man ekki hvenær) … Að sjálfsögðu þekkjumst við … en því miður er það mjög takmarkað … vinnan og búið … og í sjálfu sér myndi ég segja að við þekkjums frekar lítið …
Þrátt fyrir það taldi ég í mig nógan kjark til þess að tjá henni málið … kjarkurinn var þó ekki meiri en sá að ég fékk mig ekki til þess að hitta hana augliti til auglitis … Ég sendi SMS (vona að það hafi ekki eyðilagt fyrir mér) … SMS notkunina réttlæti ég fyrir mér þannig að hefði ég hitt hana eða hringt hefði allt sem mig langað að segja ruglast saman í hausnum á mér og út hefði komið eitthvað í áttina að DUMB AND DUMBER ( … I desperately wan’t to make love to a school boy … ) og Guð hjálpi mér hefði það gerst :)
Allavegana SMSin voru send og svarið kom um hæl … “gefðu mér tíma” … Herramaðurinn í mér tók hana sjálfsögðu á orðinu og krafðist þess að hún tæki sér allan þann tíma sem hún þyrfti …
Nú er málið …
Gerði ég rétt ???
Hefði ég átt að þegja ???
Er til leiðarvísir í þessum málum ??? :)
Kær kveðja
DARRI
P.S. – Ein spurning í viðbót … “hún á leik” … er það ekki … “gefðu mér tíma” það er ekkert próf um það hvort að maður fatti að halda áfram eða eitthvað í þá áttina … bara svona svo að ég sé ekki að bora í nefið og eyðileggja fyrir sjálfum mér ???