Fyrir um fimm mánuðum byrjaði besta vinkona mín með strák.
Við höfum alltaf verið mjög nánar en núna hefur hún aldrei tíma fyrir mig. Við erum saman í skóla en þau eru saman í bekk og eru þarafleiðandi alltaf saman og einu skiptin sem ég hitti hana fylgir hann ALLTAF með í kjölfarið. Í þau örfáu skipti sem ég hitti bara hana eða vinkonuhópurinn hittist er ótrúlega gaman og við erum svo góðar saman en þá fer hann alltaf að hringja í hana og það endar oftast með því að hann kemur eða hún fer til hans.
Mér lýkar alveg vel við hann en mér finnst ég samt ekki þekkja hann neitt vel því þegar hann er með okkur þá sitja þau oftast saman í einhverjum faðmlögum eitthvað pískrandi og gætu þess vegna verið einhversstaðar annars staðar. Mér finnst hann ekkert hafa neinn áhuga á því að kynnast vinkonum hennar neitt og þessvegna finnst mér grútleiðinlegt að hafa hann alltaf með(ágætur í hófi)
Ég hef sagt við hana að mér finnst við þurfa að hittast meira bara við tvær því mér finnist við vera að fjarlægjast en hún hefur bara sagt við mig að það sé vitleysa í mér og henni þykji alveg jafn vænt um mig og við séum ennþá bestu vinkonur.
Ég er bara svo hrædd um að missa bestu vinkonu mína, að HANN sé að taka hana frá mér. Er ég rosalega eigingjörn? stundum er ég bara svo einmana á tímum sem við hefðum verið að gera eitthvað skemmtilegt saman en gerum ekki lengur:(