Eitt lítið tár.
Eitt lítið tár , fellur fyrir þig mín ást
Eitt opið sár, mun aldrei lokast
án þín, Mín brothætta ást,
Eitt lítið tár, á vanga mínum
Svift á braut, með augum þínum
Eitt opið sár, á hjarta mínu
Haldið saman, með brosi þínu
Mín brothætta ást, mín eina ást,
Aldrei hélt ég, að hér myndi ég þig finna
Sál mín og vinur
Vertu hér mér hjá,
Eins og við höfum verið um aldur og ár
Eitt opið sár, á hjarta mínu
Viltu halda því saman með brosi þínu.
Þetta er ljóð sem ég samdi til stúlkunar sem ég dái meir en allt annað vandamálið er það að við erum mjög góðir vinir núna, við vorum góður svona kunningjar hún var með vini mínum í 3 ár og við þekktum hvort annað sosum en ekki einsog í dag, við kinntumst eftir mér var “sparkað” af kærustunni minni þá hringdi hún alltaf til að A.T.H með mig hún var einsog klettur við hlið mér og á þessum tíma þá kveiknuðu eitthverjar tilfinningar hjá mér ég veit ekki hvað ég á að gera ég er búinn að gefa henni þetta ljóð en hún veit ekki að það er samið til hennar hvernig kemst ég af því hvort hún muni vilja mig eður ei viljið þið gefa eitthver komment á þetta ljóð og viljið þið koma með eitthverjar tillögur um hvað ég eigi að gera í þessu máli það er nefnilega best að fá álit frá eitthverjum út í bæ sem maður þekkir ekki neitt.