Kannski það sé tími á að hressa uppá ykkur og láta vita að tími rómantíkur er ekki liðinn síður en svo :D og það er enn hægt að kynnast einhverjum og verða virkilega ástfangin :D ætla að share smá með ykkur hérna :)
Núna 1. febrúar álpaðist ég til að senda strák á vef einkamála skilaboð og eftir að hafa verið að spjalla við hann í einhverja daga og einnig komist að því að við stundum sama kaffihús þá var hætt á að gefa honum msnið mitt.
Við ákváðum fljólega að láta á það reyna og hittast… erum bæði fullorðin og það ætti ekki að stoppa okkur í að hittast það að við höfðum kynnst á þessum vef.
Við reyndum nokkrum sinnum að hittast en misstum alltaf hvoru öðru sem var líklega vegna klaufaskaps okkar :P En þegar við hittumst einn föstudaginn smullum við strax saman, ég, hann og vinur hans vorum allan tíman að spjalla þar til að við þurftum bæði að fara.
Vorum svo að sms seinna þetta kvöld og hann tók uppá því að bjóða mér í bíó daginn eftir :)
Hann sótti mig heim að dyrum og var herramaður í alla staði, fórum á kaffihúsið og sátum þar í nokkra tíma áður en það var lagt í White Noise, i miðri mynd var min orðin nett tensuð… vegna myndarinar… svo að hann tók um höndina á mér… bara nice :D Eftir bíóið var farið aftur á kaffihús og hangið þar í nokkra tíma eða þar til að það var kominn of mikill djamm fílingur í fólkið þarna en við erum hvorugt djammarar…
Fórum bara á rúnt en ákváðum eftir smá tíma að fara að rölta, ekkert gaman að tala saman í bíl og slíkt… þar sem ég er mikið fyrir kirkjugarða (finnst þeir róanadi) var rölt í einum slíkum.. hönd í hönd :D Eftir svona klst rölt og spjall var brugðið á það ráð að fara út á Nes að skoða stjörnurnar en hann heldur því fram að hann þekki einhver stjörnumerki en þar sem ég var við það að breytast í ísmola tók hann utanum mig og var endalaust að fikta í hárinu á mér(sem er bara æðislegt). Eftir að hafa hangið þarna í smá tíma var kominn tími á að pilla sér heim sem var gert, var líklega hálfa leiðina að kjarka mig upp í að bjóða honum inn í kaffi :) en það tókst á endanum og áttum við gott spjall og kúr(veit að ég var að tefla á tvær hættur, hann hefði getað verið alger sækó :P sem hann er ekki :D). Hann fór svo um morguninn en hittumst við held ég 2 dögum seinna á kaffihúsi og erum eiginlega búin að vera eins og samlokur síðan :) Eyddi með honum helginni núna og slíku :)
Það kom mér á óvart að ég myndi kynnast einhverjum svona en ég ákvað að gefa því séns og sé ekki eftir því :D Ekki loka á einhverja möguleika því að það er talað illa um miðilinn :) Vinir þessa stráks hafa ákveðið að ættleiða mig ef ég og hættum að dandlast saman… er víst eina stelpan sem fíla húmorinn í þeim :D
Dont give up on romance :D