Þannig er mál með vexti að ég átti mjög góðan vin (tek fram átti:()
Við sögðum hvort öðru allt sem vinir tala um og allan þann pakka. svo var það eitt skipti sem við vorum að djamma og endaði það með því að við fórum saman heim (sem ég vildi að hefði ekki gerst). Morgunin eftir vorum við bæði voða cool á því og slóum bara öllu upp í grín. síðan eftir það þá var hann voða skrítinn og það endaði með því að ég spurði hann afhverju hann væri svona skrítinn, þá sagði hann mér að hann elskaði mig og vildi einga aðra og allt það. Þar sem ég elska hann sem vin en gat ekki hugsað mér að fara út í samband með honum þá var ég bara hreinskilin og sagði að þetta mundi ekki ganga. þá segir hann viðmig að fyrst ég vilji hafa það þannig þá geti hann ekki talað við mig oftar því hann elski mig það mikið.
Ég reyndi að hafa samband við hann eftir þetta því hann var nú einu sinni besti vinur minn:( en hann vildi yfirleitt ekkert við mig tala og nú þegar það eru 2 mánuðir síðan er hann fluttur til útland:(
Ég sakna hans sárast og þykir verst að hafa misst jafn góðan vin og hann var áður en alt þettta gerðist(þar sem hann vill ekki tala við mig). þetta kennir manni að vera aldrei með vinum sínum ef maður vill ekki missa hann.
á ég að reyna að hafa samband við hann eða bara láta hann eiga sig. ég er hálfpartinn með samviskubit því mér finnst þetta vera mér að kenna:(
Langaði bara að deila þessu með ykkur
loves Marglytta*