Jæja ég ætla koma með sögu svona svipaða og þessi sem var skrifuð hérna fyrir stuttu nema mín endar ekki vel:(
Ég hitti minn á djamminu, hann er 10 árum eldri en ég… Við sáum hvort annað og um leið og ég sá hann hugsaði ég: vááá þennan ætla ég að næla í(án þess að vita afleiðingarnar)…hann fer að spjalla við mig og klikkum við strax, ég segi við hann að ég sé 20 ára, hehe en var í raun og veru bara 16 ára þá (er ný orðin 17). Þetta var svo saklaust djók, því ég er mjög fullorðinsleg og nennti ekki að standa í rökræðum um að ég væri virkilega bara 16 ára…en hann endar með að kyssa mig og fær númerið mitt.
Daginn eftir þá sendir hann mér sms og býður mér voðalega lúmskt að kíkja til sín í vídjó. Og ég geri það, reyndar hugsaði ég hvað ég væri að ljúga af greyið stráknum en þetta átti bara vera svona fíflaskapur í mér. Þetta kvöld var sko draumi líkast, við hlæjum nær allt kvöldið og tölum um allt milli himins og jarðar..og það er sko hægt að segja að neistarnir flugu. En ég fíbblið, þori ekki að segja honum réttan aldur. Daginn eftir sendir hann mér aftur sms og þá er sko komin kvíði í mína…ég fer til hans og segi honum sannleikann. Greyið strákurinn alveg miður sín enda í mikilvægri vinnu, á barn og fyrrverandi konu og gæti aldrei verið að deita 16 ára “ungling”. En ég kem með þá asnalegu hugmynd að halda þessu leyndu því við pössuðum svo vel saman.
Já þetta er bara byrjuninn á sambandinu okkar, því næstu þrjá mánuðina höldum við þessu leyndu. Við héldum að það yrði aldrei neitt meira, en við höfðum rangt fyrir okkur, því meira sem við vorum saman því meira urðum við ástfangin. Við erum skuggalegir líkir persónuleikar, finnst öllu sömu hlutirnir fyndnir, bæði íþróttafólk, og urðum bara bestu vinir strax. Hann var sko draumaprinsinn minn, ég var í skýjunum, ég var komin með strák sem var sætur, fyndinn, góður, heiðalegur, svakalega klár og var þessi strákur sem ég var alltaf búin að ímynda mér að væri “draumaprinsinn”. Hann var svo góður, gerði allt fyrir mig…eldaði alltaf fyrir mig, gaf mér æðislega jólagjöf, og var alltaf að koma mér á óvart. hann gaf mér gleði í svona frekar innantómt líf. Hann hlustaði alltaf á mig og virti mig meira en nokkur manneskja sem ég hef kynnst. Satt að segja var hann allt sem ég vildi og var tilbúinn að byggja mína framtíð á okkur.
En það var skuggi yfir okkur því við þurftum að ljúga af okkar nánustu, eingöngu nánustu vinkonur mínar og vinir hans vissu af okkur og þurftum við að ljúga af öðrum þegar við vorum saman.
Svo gerðist það sem hlaut að koma að…hann fór að ræða framhaldið sem við höfðum reynt svo lengi að sleppa að tala um en hann sá sig ekki færann um að halda þessu leyndu miki lengur og gæti ekki opinberað sambandið því það mundu allir flippa í hans lífi.(skil hann vel) Hann talaði um að það væri öðruvísi þegar ég yrði 18 ára en það mundi bara fara illa með sálarlífið að halda því leyndu í rúmt ár. En hann talaði samt alltaf um að halda í mig, svona eins og hann væri að vonast að við mundum bara hittast eftir rúmt ár…sem væri náttla draumur.
…. Já ég vissi svo sem að þetta mundi gerast en aldrei aldrei aldrei vissi ég að það yrði svona erfitt…ég grét og grét í fanginu hans og var hann fyrst strákurinn sem hefur séð mig gráta. Hann sem er ótrúlega lokuð týpa táraðist og sagðist elska mig og ég væri honum ótrúlega mikils virði….Síðan þá hef ég verið algjört mess, Ef ég er ein útaf fyrir mig falla tárin. Og á ég mjög erfitt að sleppa honum, því við erum yfir okkur ástfanginn en getum ekki verið saman !!! hversu ósanngjarnt getur lífið verið ??
Svo sá ég hann á djamminu síðustu helgi og ég held að við hvorug vorum að búast við því…ég var að skála við vinkonu mína að gleyma öllum glötuðum ástum og svona eiginlega í þeim töluðu orðum lít ég á barinn og þar stendur hann !!! Og við lítum ekki af hvort öðru allt kvöldið, reyndum að halda kúlinu, en ég sá hvað hann var stressaður…og ég bókstaflega skalf…við endum á fáranlegan hátt að fara heim saman OG HVERSU STÓR MISTÖK? við reyndum eins og við gátum að gera það ekki, en löngunin getur verið svoldið sterk:)…daginn eftir þá töluðum við saman á léttu nótunum, ræddum ekkert framhalidð vissum bæði bara að það yrði of erfitt að þurfa ræða það aftur þannig ég kyssti hann bless og hef ekki haft samband við hann síðan, erum að reyna komast yfir hvort annað…en já gott að rífa upp sárin svona…mæli EKKI með því..ég er á sama stað og í byrjun..tel mig vera missa manninn í lífinu mínu…:) en eins og svo margir segja … svona er lífið !!…Ástin er ekki alltaf sæt