Rómantíkin eins og hún leggur sig!
Einu sinni voru systir mín og unnusti hennar að tala um að sambandið þeirra væri ekki nógu rómantískt. Og þá sagðist hann lofa að koma henni á óvart kvöldið eftir þegar hún væri búin í golfi. Svo þegar hún kom heim, þá beið hennar poki með fötum sem hún átti að fara í. Þar var ullarpeysa og snjóbuxur(það var sko svolítið kalt úti..) og hún auðvita fór bara í það og svo leiddi hann hana út og tók með sér íþróttatösku. Þau eiga sko heima á sveitabæ í Eyjafirði og hann labbaði með hana meðfram veginum og svona tuttugu mínútur í átt að Akureyri. Þar var á einu túni afgirtur steinn. Hann er eitthvað heilagur eða eitthvað svoleiðis. Það eiga víst að vera einhverjir álfar það eða eitthvað slíkt. Svo skriðu þau undir girðinguna og uppá steininn sem er þokkalega stór. Þá dró hann upp úr töskunni kerti og eldspýtur, bláber og rjóma og sykur og skálar og skeiðar. Svo bara sátu þau það undir teppi langt fram á nótt eða þangað til þau voru að dreoast úr kulda. ÞETTA KALLA ÉG RÓMANTÍK!