Ennþá vinir??
Ég hef verið að hugsa soldið. Málið er nebbla það að besti vinur minn (við vorum liggur við óaðskiljanleg) og vinkona mín voru að byrja saman fyrir nokkrum vikum. Og það er ekkert nema gott um það að segja, hún búin að vera að spá í hann lengi og svona, fyrir utan eitt atriði. Ég veit að ég á bara að vera nr. 2 hjá honum núna en það er eins og ég hafi fallið um mörg sæti og skipti varla máli lengur. Hann hringir varla í mig lengur og nennir svona varla að tala við mig þegar ég hringi í hann. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt því við vorum alveg rosalega góðir vinir. En ég talaði við hann um þetta og hann sagði að við yrðum alltaf bestu vinir og eitthvað þannig. En ´´eg veit að hann var hrifinn af mér alveg frá því við kynntumst en ég vildi aldrei neitt nema vinskap. Og ég hélt ég hefði það. En spuring hvort ég sé bara gleymd af því ég get ekki verið kærastan hans??