Ég kyssti strák á balli og vorum við ekki alveg held ég í ástandi til að muna vel eftir því en vil benda á það að ég átti ekki heiðurinn af kossinum. Allavega, hann á kærustu eða svo sagði hann mér. Svo kemur annað skólaball og ég sé drenginn dansa við stelpu (sem að er jafn gömul mér og ég veit að er ekki kærastan hans), sé ég hann kyssa aðra stelpu seinna.
Stelpan sem er jafngömul mér sem hann dansaði við á tímapunkti reif svo athyglina sem mér hlotnaðist frá einhverjum stráki og svo sé ég hana sleikja vélindað í einhverjum öðrum stráki.
Er fólk orðið svo auðvelt að það dugir bara að rekast á þig og þá má kyssa þig?
Kann fólk ekki að meta sjálft sig lengur eða vanmetum við okkur bara svona?
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að hann hafi kysst mig því ég bara hætti ekki að hugsa um hann en svo algerlega hunsar hann mig í skólanum, svo á hann líka kærustu! Afhverju var hann eitthvað að kyssa mig ef hann vill ekkert við mig hafa eða á kærustu? Fífl!
Og nei ég er ekki í 9. bekk ég er í 3. bekk…
Have a nice day