Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé rómantískur ásamt örugglega flestum karlmönnum. Maður vill að sjálfsögðu vera rómó fyrir dömuna sem maður er ástfangin af. Mér hefur oft fundist vanta töluvert uppá að ég sé rómantískur en þessa dagana er ég staddur í Ítalíu og hef fundið ástæðuna fyrir þessu. Ástæðuna tel ég að hef hef ekki fundið réttu ástina fyrr en nú, ég er staddur í Ítalu hef kynnst ítalskri dömu og við höfum átt yndislegar stundir.

Ég var sóttur á flugvöllinn í Treviso af þessari fallegu yndislegu og hugljúfu Ítölsku dömu. Fórum til Venice um daginn, eyddum þar deginum í að skoða okkur um (hún er reyndar vön þessu öllu þar sem hún býr á svæðinu). Við vorum bara 2 og höfðum hvortannað útaf fyrir okkur, ég hef aldrei kynnst slíkri ást áður og eins og ítalir eru venjulega vorum við alltaf að stoppa til að kyssast og faðmast.
Um kvöldið fórum við út að borða á fallegum veitingastað í hjarta Feneyja eftir það tók rölt um torgið sem er ofboðslega fallegt á kvöldin. Svo tók við ferð með Gondola bát sem var ein mest rómantískasta stund sem ég hef upplifað, það var komið myrkur, ekki margir á ferð og það var frekar kalt þannig að við héldum þétt utan um hvort annað með teppi ofan á okkur til að halda hita. Það er svo fallegt þarna og margar fallegar upplýstar byggingar og brýr og ekki skemmdi það fyrir að hún hafði aldrei áður farið í Gondola. Kvöldið var fullkomið.

Við eyddum helgi í Róm, keyrðum alla leiðina og enduðum á flottu hóteli í miðri Rómaborg, daginn eftir tók við göngutúr um allar fornbyggingar Rómar sem eru vægast sagt rosalegar að sjá með berum augum. Kvöldið var aftur fullkomið og þessi vika er búin að vera vægast sagt æðisleg, hef engann áhuga á að koma aftur heim í snjóinn… allavega ekki strax.

Mæli með við alla að eyða kvöldstund í Venice (Feneyjum)