Sko þannig er mál með vexti að ég er ástfanginn.
Þetta byrjaði allt þannig að Stelpa sem var með mér í bekk ( Þ.e.a.s. fyrir sirka ári þá var ég 14) fór að reyna við mig. En hún er mj0f feimin svo þetta gekk hægt og eftir um 4 mánuði í sms-um og msn spjalli á hún afmæli. Ég var ekki ennþá búinn að hafa mig útí að segja Já við hana en var samt bálskotinn í henni.
Á afmælinu hennar spurði hún hvort hún gæti fengið Já í afmælisgjöf og ég sló til. Þetta byrjaði yndislega og ég var í skýjunum og held að hún hafi bara verið það líka ;)
En svo varð þetta þannig að hún hætti að vera með vinkonum sínum vegna þess að ég er frekar skapstór og varð oft pirraður, Hún var hrædd um að ef hún væri of mikið með þeim væri ég svo pirraður að ég myndi hætta með henni. Við vorum ALLTAF saman og hún lét aldrei sjást að sér leið illa og faldi það vel. En eftir eitt ár það er fyrir um 4 vikum sagði hún mér upp á þeim forsemdum að hún gæti þetta ekki lengur. Ég brotna'i saman og vissi eiginlega ekki ástæðuna fyrr en fyrir stuttu og hún vill ekki taka saman aftur sama hverju ég lofa og sama hvað ég geri.
Samt sem áður fékk ég að fara heim til hennar 3 dögum fyrir jól og þá gerðist soldið skrítið, hún kyssti mig og við kysstumst oft næsta hálftímann eða þangað til ég fór en hún vill ekki tala um það og við erum eiginlega ekkert búin að hittast eftir það.
Nú er spurningin… Ef að hún gat kysst mig og segist þykja vænt um mig sem hún og gerir er hún þá ekki ennþá hrifin af mér ? Og og ætli ég eigi séns í að fá annað tækifæri ? :s Ég er gjörsamlega ringlaður og er að reyna að fá annan séns og þarf þess að auki að afbera það að besti vinur minn er að reyna við hana og fær að hanga miklu meira með henni og vinkonum hennar.
Ég er að bilast ástin er hrikalega grimm stundum en samt sem áður æðislegasti hlutur sem um getur.
Ég vildi eiginlega bara segja frá þessu. Þarf ekekrt ás skítkasti að halda þannig séð svo þið megið halda því úitaf fyrir ykkur. Þeir sem vilja segja eikkað af viti endilega tjáið ykkur :)
Þess má geta að þó ég hafi verið skapstór stundum þá lamdi ástina mína og mun aldrei gera.
Kv Klassi