Ég og vinkona mín vorum að tala um þetta um daginn, sem sagt framhjáhald.Síðan fór hún að segja það að hún myndi ekki halda framhjá með hverjum sem væri, kannski með einhveri frægri stjörnu- hún sagði að hún væri meira en til í að ríða Bjössa úr Mínus þótt að hún væri með strák(sem hún er ekki).

Við byrjuðum sem sagt að velta þessu fyrir okkur, og hún sagði að sjálfsagt myndu allir halda framhjá ef þeim myndi bjóðast tækifæri til að ríða einhverjum frægum. Ég sagðist nú ekki vera viss um það, ég er í sambandi sem stendur og hef enga löngun til þess.´Þá nefndi hún Orlando Bloom og sagði að ég myndi örugglega ríða honum ef mér myndi bjóðast þess. Ég þurfti að hugsa mig svolitið um en svo komst ég að því að ég myndi ekki gera það, þó að það yrði sennilega svona “once in a lifetime opportunity”. Hún vildi ekki trúa mér og sagði að ég væri þá bara eitthvað skrítin.

Svo þetta er málið: Þú ert á föstu, með strák/stelpu sem þér þykir mjög vænt um og ert mjög ánægð/ur með. Síðan ferðu í helgarferð til London eða eitthvað, og hittir (nafn á frægri hot manneskju) á bar eða skemmtistað. Nú þú ferð að tala við þessa manneskju og síðan býður hún þér að koma með sér á hótelherbergið sitt. Myndir þú halda framhjá eða gera eins og ég…segja nei takk því þú ert í sambandi.

Vonandi kemst á skemmtileg umræða hérna, þetta áhugamál er við það að deyja fólk.

Gleðilegt nýtt ár!!
*The Raven*
(='.'=)