Sælt veri fólkið ég er með smá vandamál og velti því fyrir mér hvort það gæti verið að einhver hér gæti leiðbeint mér.


Málin standa þannig að fyrir 4 árum byrjaði ég með strák sem við skulum kalla Kolla og við vorum saman næstum 3 ár byrjuð að búa og stofna heimili. En það voru virkilega erfið sambandsslit því ég taldi mig elska hann svo heitt…(sem ég komst að síðar að var ekkert nema þráhyggja ég taldi að ég væri ekki neitt án hans) En hann sagði mér upp fyrir aðra stelpu og hann hann hafði átt sögu í að halda framhjá mér hafði gert 6 sinnum svo ég vissi.

Ég tók tæpt ár í að jafna mig og ætlaði að vera bara á lausu og slappa af..njóta lífsins. En þá kynntist ég Erni og gjörsamlega féll fyrir honum. Hann er samt mjög ólíkur öllum þeim strákum sem ég hafði verið með áður hvorki drekkur né reykir. Við vorum vinir í 5 mánuði og ekki neitt geriðst þangað til einn daginn að við bara ákváðum að reyna þetta. Við höfum tekið öllu mjög hægt og ekki flýtt okkur í neinu en erum mjög ánægð í dag og erum að verða búin að vera saman í hálft ár.

Mitt vandamál er bara það að ég er svo óendanlega hrædd að ég veit ekkert hvað ég á að gera hræðslan við að hann fari frá mér er að drepa mig…ég elska hann og það ætlaði ég aldrei að láta gerast vegna fyrri reynslu og ekki bara með Kolla allir mínir fyrrverandi hafa verið svona. Ég hef talað um þetta við hann og hann er alltaf mjög skilningsríkur og segir alltaf hafðu engar áhyggjur ástin… en auðvitað geri ég það.

Er eitthvað sem ég get gert sem dregur úr óttanum eða er þetta bara eiithvað sem mun alltaf fylgja mér???

Kv.Tigurblom