Ok, þeir sem taka virkan þátt í þessu áhugamáli hafa örugglega tekið eftir kork eftir mig með titilinn Einn í vanda. Þar tala ég um það að mig langar til að spyrja góða vinkonu mína hvort hún vilji gera eitthvað meira úr sambandinu. Jæja, ég hitti hana í dag og var alveg ákveðinn í því að ég myndi spyrja hana í dag. Við byrjuðum á því að fara á Laugaveginn vegna þess að við ætluðum að kaupa jólagjafir saman. Það gekk miklu hraðar en við bjuggumst við og við vorum búin löngu á undan áætlun þannig að við höfðum góðan tíma afgangs. Við höfðum nefnilega ákveðið að fara í bío 2 tímum seinna.

Þessvegna ákváðum við að fara inná kaffíhús þarna rétt hjá. Við settumst niður og byrjuðum að tala saman. Þegar við vorum búin með drykkina okkar áttum við svoldið erfitt að koma með ný umræðuefni. Svo spurði ég hana hvort ég mætti spyrja hana svoldið nánrar spurningar. Hún tók vel í það og svaraði mér hreinskilnislega. (ég ætla ekki að segja ykkur hver spurningin var, því það gæti verið að hún eða einhver sem þekkir okkur gæti lesið þetta).

En þessi spurning opnaði glugga í samræðunum, þar sem við skiptumst á því að spyrja mjög nánra spurninga, og það gekk vel þangað til það gerðist.

Hún spurði mig: “Erum við bara vinir eða ert þú að vonast eftir einhverju öðru?”
Þarna hélt ég að glugginn hefði opnast og ég spurði hana á móti hvort að það væri eitthvað sem hún myndi hafa áhuga á. Þá sagði hún nei en sagðist samt endilega vilja vera vinir vegna þess að henni líkaði mjög vel við mig en það gæti aldrei verið neitt meira á milli okkar.

Vá hvað mér leið illa þarna á þessu kaffihúsi. Mig langaði samt alls ekki til að missa hana sem vin og við vorum alveg sátt. Ég sá það alveg að henni þótti ekki gaman að segja þetta en ég var samt glaður að hún skyldi gera það núna frekar en seinna. Svo gaf hún mér líka mjög góða ástæðu fyrir því að það gæti ekkert orðið á milli okkar (ég ætla ekki að segja ykkur frá því heldur).

Við slitum samtalinu sátt og við skemmtum okkur rosalega vel í bíó. Ég meinti það sem ég sagði þegar ég sagðist vilja vera vinur hennar áfram en ég varð samt fyrir alveg gífurlegum vonbrigðum. Núna er ég bara hræddastur um að þótt að það verði ekkert meira á milli okkar að ég hætti ekki að finna fyrir þessum tilfinningum í garð hennar. Ég verð sífellt hrifnari af henni í hvert sinn sem ég hitti hana og ef það heldur áfram gætu hlutirnir á milli okkar orðið mjög skrýtnir. Ég er samt alveg hættur að reyna eitthvað við hana vegna þess að ég virði hana of mikið til að geta haldið þessu áfram eftir það sem hún sagði. Núna bara hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Hún er eiginlega það eina sem ég hef hugsað um undanfarið, og núna er það alveg útilokað.

Talandi um að vera skotinn niður.
In such a world as this does one dare to think for himself?