Ég veit ekkert hvað ég á að gera lengur og var að vonast til að eitthver hérna væri með eitthver ráð fyrir mig.

Ég hætti með kærastanum mínum fyrir ca. mánuði síðan, ætla að kalla hann Jón í þessari grein, vorum búin að vera saman í rétt 3 mánuði, en þetta var samt lengsta samband sem ég hef verið í. Ég tók sambandsslitunum ekkert voðalega nærri mér, þar sem að þetta hafði allt verið að fara útí rugl, við hittumst aldrei og höfðum voða lítin áhuga á hvort öðru, hafði í rauninni endað mánuði áður. Svo ég ákvað að líta á björtu hliðarnar og segja við sjálfa mig “þegar einar dyr lokast opnast nýjar” eða hvernig sem þetta er. Var þannig við síðustu sambandsslit hjá mér, þannig kynntist ég bestu vinkonu minni í dag.

Þar sem að ég hef lent í frekar mikið af “rugli”, of mikil drykkja aðallega, þá hafði ég gert frekar marga hluti til að særa strák sem ég var með snemma á árinu,köllum hann Atla, þannig að ég ákvað að hringja í hann, og biðjast afsökunar á öllu því sem að ég hefði gert. Hann tók afsökunarbeðninni og á þessum mánuði síðan ég hætti með hinum fyrrverandi, þá höfum við orðið ágætis vinir, tölum mikið saman og hittumst örðu hvoru.

Jæja, allt var að ganga vel, ég var búin að fá aftur manneskju sem hafði skipt mig miklu máli og ég og Jón vorum bara sátt, og gátum talað saman eins og manneskjur.
Svo 1 kvöldið svaf ég hjá Atla, tók því ekkert sem neitt miklu máli þar sem að við vorum saman, kalliði mig druslu ef þið viljið.
Allavega þá fór ég að djamma með vinkonu minni daginn eftir, og hitti þá Jon og besta vin hans. Vinkona mín og vinur Jóns voru víst voðalega skotin, og hún sagði vini Jóns hvað hefði gerst milli mín og Atla, mér var svosem alveg sama yfir því, þar sem að ég var á lausu og má gera það sem ég vil og ofan á það hafði Jón sagt mér upp.
Ég spurði Jón samt hvort hann væri sár, og hann neitaði því.
Svo seinna um kvöldið hringdi Jón í mig og sagði mér að hann saknaði mín og hvað honum þætti rosalega vænt um mig. Þar sem að hann var fullur, sagði ég honum að hringja í mig edrú.
Ég heyrði samt ekkert í honum eftir það, nema svona 1 og 1 hringing og þá alltaf blindfullur.

Á þessum tíma fór ég þá alltaf að tala meira og meira við Atla, og við vorum oft saman þegar ég heyrði frá Jóni. Svo eitt kvöldið eftir að Atli var farin, þá fékk ég sms frá Jóni þar sem hann tilkynnti mér að það færi í taugarnar á honum þegar ég væri að hitta Atla, ég hringdi strax í hann, og jújú þá var hann fullur, þannig að ég nennti ekki að fara að tala við hann.

En síðan þá hefur Jón eiginlega ekki látið mig vera, endalaus sms og endalausar hringingar, oftast fullur. Svo var ég líka að komast að því áðan að hann hafi verið búin að ljúga mjög mikið að mér á meðan við vorum saman, sko ég vill ekki vera með strákum sem nota fíkniefni og ljúga að mér að þeir geri það ekki. En jú þá í öll þessi skipti sem hann gat ekki hitt mig um helgar meðan við vorum saman, var það vegna þess að hann var að dópa og vildi ekki að ég fattaði það. Ég er mjög reið útí hann fyrir að hafa logið að mér, en ég vill bara vita hvernig ég get sagt honum að hætta að hringja og senda sms, það fer svo mikið í taugarnar á mér, en ég vill samt ekki særa hann.

Svo er hitt málið, ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af Atla í hvert skipti sem ég hitti hann, við höfum bæði þroskast aðeins, og allir þessir gallar sem ég þoldi ekki meðan við vorum saman, annaðhvort fara ekki í taugarnar á mér lengur þar sem að ég er bara búin að venjast því eða eru hreinlega farnir.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera í þeim málum, þar sem að Atli er engan veginn á sambandsnótum. Ég er eiginlega bara að vonast til þess að ef ég eyði nógu miklum tíma með honum endi það á því að hann verði bara vinur staðin fyrir fyrrverandi kærasti, eða þá að hann mundi sjá alla hlutina sem hann var hrifin af mér útaf… sem væri auðvitað æði:P Ég má alltaf eiga smá von…

Allavega, ég biðst afsökunar á öllum stafsetningar og málfræði villum, ekki mín sterkasta hlið, og líka ef þetta hljómar of “gelgjulega” fyrir þig, þá má alveg sleppa öllu skítkasti:)
Takk