Langar bara að segja mína sögu, var einu sinni afar dugleg að setja inn greinar hérna og ég held að það sé alveg kominn tími á mig aftur.


Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni sem var æðislegur, hafði aldrei kynnst öðru eins. Hann var rómantískur, með áhugamál, mjög myndarlegur og flott vaxinn, hafði barasta allt sem til þarf ;) En já fyrstu vikurnar og mánuðirnir voru dans á rósum, sumarbústaðaferðir, útileigur, bíltúrar og piknik. Tala nú ekki um öll blómin og litlu gjafirnar. Svo hófst sambúðin og þá voru það unaðslegar nætur, böð og vídjókúr.

Núna 3 árum síðar þá er þetta langt frá því að vera svona. Það er rifist yfir handklæðum á baðherergisgólfinu, hver á að ganga frá eða vakna eftir barninu og á milli þess er setið hljóðlega við matarborðið eða yfir imbanum.

Hvernig getur þetta gerst? að minni hálfu er ástin algjörlega kulnuð og allt sem ég á eftir er vinátta og væntum þykja í hans garð, kynlíf er eingöngu stundað vegna kynferðislegra þarfa og gjörsamlega öll rómantík horfin útúr svefnherberginu.

Hvernig fer par með barn og heimili endurheimt blossan? Höfum oft reynt að fara í leik eins og við séum að kynnast en það endar alltaf með rifrildum. Síðast í gær lét hann renna í bað fyrir okkur og skreytti bað herbergið með kertaljósum og var með nuddolíu og sloppa við hendina. Kveikti ekki mína ást þannig.

Í ástarleit
Malin
Kveðja Malin