Sælir rómantíkusar.
Undanfarið hafa mér borist nokkrar kvartanir um að tilgangi þessa áhugamáls sé ekki uppfyllt og að fólk vilji sjá breytingar. En þegar ég spyr á móti, hvaða breytingar viljiði fá?, þá er fátt um svör.
Sem stjórnandi þessa áhugamáls tel ég tilgang þess vera að skapa góðan vettvang fyrir umræður um allt sem tengist ástarlífinu fyrir utan kynlífið, sem myndi þá tengjast kynlífs áhugamálinu. Og ef ég kafa aðeins dýpra ofan í orðið ástarlíf þá ég við rómantíkina og allt sem henni tengist, sem sagt það góða og fallega við rómantíkina, það slæma; vandamálin, ástarsorgina, o.s.frv. Fólk er að misskilja lífið alveg hrikalega ef það heldur að hér megi aðeins senda inn greinar um rósir og kertaljós!
Mér er í rauninni alveg sama hvað ykkur, sem viljið sjá breytingar, finnst um þessa stefnu mína, vegna þess að ég túlka þetta svona + ég er stjórnandi = þið fáið voða litlu ráðið. Hins vegar mæli ég stórlega með því að leggja sig eitthvað fram og GERA EITTHVAÐef breytingarnar eru svona nauðsynlegar í ykkar augum, hlutirnar gerast ekki með því að væla á korkunum.
Og eitt annað sem ég vil koma á framfæri. Þetta áhugamál er fyrir unga sem aldna, hér er alls ekkert aldurstakmark. Því vil ég ekki sjá neitt skítkast á yngri hugara hér. Ég veit vel að “ástarlíf” 12 ára krakka er ekki mjög markvert í flestra okkar augum, en hugsiði bara um þegar þið sjálf voruð á þessum aldri. Í fyrsta sinn að upplifa hrifningu. Það er ekki gaman að skrifa grein á huga til að fá ráð frá fólki sem er eldra en maður sjálfur, sem maður heldur að hafi mikið vit á þessu, og fá svo bara skítkast framan í sig.
Og öllum svörum um greinaskil, betri stafsetningu o.s.frv. verður hér með EYTT því þau eru tilgangslaus. Þeim greinum sem ég samþykki tek ég sjálf á, bendi notendum á að nota greinaskil næst o.fl. Mér finnst synd að eyða annars ágætri grein vegna vankunnáttu á greinaskilum, æfingin skapar meistarann eins og einhver sagði. En eins og segi, greinum verður ekki breytt eftir á svo að ykkur komment um betra þetta, betra hitt eru einskins verð, sérstaklega í ljósi þess að ég nefni þetta alltaf sjálf við notendur. Einnig vil ég benda á að öllum tilgangslausum og dónlegum svörum við greinum verður tvímælalaust eytt. Dæmi um svör af þessu tagi eru: Geisp! Get a life! Dreptu þig! Halló! Þú ert 12 ára!
Þessa grein skrifa ég til að miðla upplýsingum til ykkar um hvað mér sjálfri finnst um áhugamálið og hvert ég ætla mér með það. Ég skrifa þetta ekki í samráði við hina stjórnendurna hérna, þetta eru aðeins mínar skoðanir og fyrirætlanir. Það þarf ekki að vera að þær endurspegli skoðanir hinna stjórnendanna.
Ef eitthvað er ennþá óljóst varðandi áhugamálið þá skuluð þið ekki hika við að svara þessari grein eða senda mér skilaboð.