Það var ekkert merkilegt búið að gerast en það fór út um þúfur eiginlega strax og það byrjaði.
Ég sagði mínum nánustu vinkonum mínum frá þessu en í trúnaði, en svo vorum við einhvern tímann að tala um það og það heyrðist alveg óvart, og fyrr en varði þá var þetta komið út um allt.
Og þá var strákurinn ekki sáttur, varð geðveikt fúll og sagði að ég hefði sagt öllum þetta. Ég fór þá til hans og talaði við hann. Ég nenni ekki að segja frá öllu því hvað fór fram á milli okkar þá en hann sagðist sverja að hafa ekki hafa sagt neinum frá þessu.
Eftir þetta er hann ekkert búinn að tala við mig, við erum reyndar búin að sættast en hann hagar sér samt og horfir á mig eins og hann hati mig ennþá. Og það er svo leiðinlegt stundum að þurfa að sjá hann alltaf, það dregur fram ýmsar minningar.
En allavega, mér er búið að líða mjög illa út af þessu, mismikið samt, en þó alveg nógu illa.
Mér finnst svo leiðinlegt að við tölumst ekkert við núna, það fer alveg með mig því að við náðum svo vel saman.
En ég komst samt að því um daginn að hann laug að mér, hann sagði nefnilega vini sínum þetta líka, og mér finnst það frekar lélegt af honum að hafa lofað mér að hafa sagt mér satt, en síðan kemst ég að öðru.
En ég hata mig samt fyrir þetta, ég kenni mér um að hafa klúðrað þessu og ég skil ekki hvernig ég fór að því. Ég bara get ekki fyrirgefið sjálfri mér þetta, þó að ég viti að maður eigi alltaf að fyrirgefa sjálfum sér þrátt fyrir allt og allt það. Það er bara ómögulegt fyrir mér. Ég næ alltaf að klúðra einhverju svona!
Ég virðist ekki geta gleymt þessu, og það er svo langt síðan þetta gerðist. Hvað get ég gert?
Ég finn til, þess vegna er ég