Mig langar að segja ykkur hérna frá svolitlu sem mér finnST mikilvægt og ég virkilega held að það passi vel hér :). Málið er að ég er sem sagt trúlofuð manni/strák sem ég tel vera mína SÖNNU ást það en það eru margir ósammála því vegna þess að margir trúa ekki á svoleiðis og segja það vera kjaftæði.En um daginn þá var einn vinur minn sem þolir ekki ást og hatar að vera góður eða rómantískur, hann féll fyrir stelpu og var sem sagt að reyna rosalega að töfra hana upp úr skónnum. Hún sagði við hann að hún væri ekki í leit að sambandi og að hún þoldi ekki svona væmina stráka en þessi vinur minn er það yfirleitt ekki, en þegar hann sá þessa stelpu þá fékk hann fiðrildi í magan því miður þá vildi stelpan ekkert með hann hafa og hann segir að hjarta sitt sé brotið. Ég held að á öllum sé einhver viðkvæmur punktur fyrir svona “væmnu rugli” eins og sumir segja og að það muni alltaf þurfa að vera kalt til að það geti orðið heitt.Sumum ykkar finnst þetta bara bull en ég virkilega tel etta og svona smáatriði skipta öllu máli. Takk fyrir :)