Ég skrifa þetta nú eiginlega höfðað til svars á einni greininni á þessu áhugamáli. Mjög löngu svari það er að segja.
Góðu strákarnir eru til, þeir eru ekkert endilega ómyndarlegir eða leiðinlegir, þið bara viljið ekkert við þá kannast og komið á stundum fram við þá einsog skítinn neðan á háhæluðu skónum ykkar.
Góðu strákarnir eru oft líka vinir, þeir bara voru eða eru of feimnir til að reyna eitthvað. Maður fær kannski smá “hint” frá þeim en ekkert alvarlegt.(Ég tala af reynslu, ég er þessi feimni). Svo loksins þegar maður reynir eitthvað þá bíður manns ekkert nema höfnun vegna þess að þær horfa bara á mann sem vin.
Við leynumst víða, kannski erum við bara fullu strákarnir sem hanga niður í bæ um helgar syngjandi “Of feit fyrir mig” (engin móðgun við neina hópa, bara skemmtilegt lag, útlit er ekki allt ;)).
Ég las í grein hérna flott svar frá einum notanda. Þessir góðu gæjar eru bara þessir sem hafa aldrei verið í sambandi og trúa bara á ástina (ekki akkurat einsog svarið var….. reyndar bara svolítið ósvipað en svona má lýsa okkur). En hvað með eftir fyrsta sambandið? Getum við ekki alltaf verið svipaðir og góðir?
Sjálfstraust er auðvitað mikilvægur hlutur, en maðu getur haft sjálfstraust á mismunandi sviðum, ekki endilega kvenfólki, kannski bara íþróttum eða námi?
Þið stelpur eruð oftast mjög grunnhyggnar þó að þið séuð alltaf að segja að við strákarnir séum það. En það er eitt til í því, þið hafið valdið, það erum oftast við strákarnir sem þurfum að hafa frumkvæðið, og þess sakir endum við alltaf útí skurði þegar höfnunin kemur. Það er erfitt að vera maður sjálfur þegar maður fær ekkert annað en höfnun. Þess vegna eru sumir strákar svolítið skrýtnir þegar þeir tala við stelpur, við erum að reyna að vera svolítið “vondir”. Útlitið er svo mikilvægt fyrir ykkur stelpurnar að það er sorglegt. Ég er ekkert ómyndarlegur en ég hef ekkert það hátt sjálfsálit að ég reyni að skera mig út í stórum hóp, ég einfaldlega get það ekki vegna þess að ég held að öllum sé sama.
Svo að boltinn rúllar hjá ykkur stelpunum.
Við erum heldur ekkert endilega feimnir, kannski erum við þessir skemmtilegu sem hanga með vinum sinum á djamminu. Kannski skortir okkur það sem sambönd gefa sumum, aukna trú á sjálfum sér og þá fær maður líka smá reynslu af stelpum og veit hvað maður á að segja. Samt eru ekkert allir góðu gæjarnir reynslulausir, kannski erum við reynsluboltar en bíðum bara eftir stelpunni sem er ekkert áberandi. Bara svona semi-nördi sem er feimin en samt alveg gullfalleg og skemmtileg ef maður kynnist henni.
Þið umgangist góða gæja á hverjum degi, hífið ykkur upp og eigið frumkvæðið svona einu sinni. Feimnin er alltaf að verða meira ríkjandi og tölur segja að mikil tölvunotkun hafi áhrif á hana og þunglyndi, gefið okkur bara séns.
Heineken, hlédrægur, feiminn (á tímum) en samt sætur og krútt :D