Hvernig er best að jafna sig á, kalla það ekki sambandsslit, en svona bara jafnvel ástarsorg?
Ég fékk stopp merkið frá einni stelpu sem ég var svo hrifinn af að engin orð hafa nógu víðtæka merkingu yfir hrifningu mína. Það má til gamans geta að það að skrifa þetta hjálpar smá. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist fyrir mig, enda eina stelpan sem ég tel mig hafa verið ástfanginn af. Er ég eitthvað afbrigðilegur að vera svona verulega þunglyndur eftir þetta, ég meina, ég fékk varla bragð af henni. Við töluðum oft saman og ég vona að ég geti náð að vera vinur hennar lengur, en ég vill vita hvernig ég get jafnað mig. Stundum er ég alveg geðveikt sormæddur en á öðrum stundur er ég bara reiður útí sjálfan mig og hef tekið uppá því að meiða mig, samt ekkert alvarlegt, ekkert suicidal að gerast. Ég bara lem mig með hlutum og öskra á mig helling af sjálfsgagngrýnum orðum. Núna veit ég ekkert hvað ég á að segja, enda er ég alveg að drepast og get ekki hugsað, það er svona skýjað inní hausnum mínum, ég get ekki hugsað um neitt annað en hana og af hverju ég þarf að vera svona niðurlútur. Ekki bætir það úr skák að ég fékk sprengjuna yfir netið þó að ég hitti hana næstum einu sinni á dag og það að allir vissu að ég var hrifin af henni, samt vildi hún hitta mig. En ég er ekki reiður útí hana, enda gæti ég aldrei sært hana, hún er bara feimin, segjum það. Takk og vonandi geturðu hjálpað kæri lesandi.
Heineken, að deyja