Nú er ég hrifin af stráki, hann er með mér í skóla. Ég nennti ekki að standa í þessu lengur; ég verð hrifn af stráki, ég segi ekki sálu nema bestu vinunum, ég geri ekki rassgat í því, ég held áfram að vera hrifin og hann grunar ekkert. Svo ég gerði það sem er alveg þvert á allt sem ég trúi, ég sagði honum frá því. Hann svona “huh…” og svo viku síðar að ég er búin að vera að tæta mig upp að innan þá nennti ég þessu ekki lengur. Ég sendi honum sms (fékk ekki númerið frá honum) og spurði hvort að hann nennti að gera nokkuð, hann svaraði neitandi því að hann væri upptekinn og í þokkabót vissi hann ekki hver þetta var! Ég segi að þetta sé ég en ég fæ ekkert svar. Seinna sama daginn (í gær) sé ég að hann er á msn og spyr hann mjög beint út: “Ertu nokkuð hrifinn af mér?” og hann segir: “í hreinskilni þá er ég ekki þannig hrifinn af þér”. Frábært (ekki kaldhæðni), hann gat bara sagt mér þetta ég þurfti ekki að bíða með það að vera í einhverju veseni með sjálfa mig (“er hann hrifinn af mér”, “hvað heldur hann eiginlega um mig” og svo framvegis).
Hann er fínn strákur og nú á ég víst að horfa út á hafið, fólk er alltaf að tala um einhverja fiska við mig.
Have a nice day