Hvar varð um góðu gæjana? Það varð ekkert um þá, þeir fóru aldrei neitt.
Ég skrifaði sjálfur grein fyrir svolitlu síðan sem innihélt spurninguna “nice guys, why last?” Málið er að stelpur yfirleitt sjá aldrei góða gæjann nálægt ykkur, sérstaklega því að þeir gera yfirleitt meira í því að vera frekar ósýnilegir. En tímarnir breytast og fólkið með því.
Ég er með smá reynslu í þessu dæmi því ég er “nice guy” eins og við erum þekktir sem. Ég hef líka komist að því hvað stelpur vilja og hvað þær sækjast eftir. Þetta fer rosalega eftir stigum, og því miður er fyrsta stigið alltaf útlit. Útlit er alltaf the first impression, og við dæmum fólk rosalega út frá first impressions.
Ég var þessi týpíski “nice guy”, steríótýpan af honum, feiminn, hlédrægur og á ýmsa vegu tilfinningalega lokaður, lítið sjálfsálit og leit ekkert alltof vel út, sem sagt, mitt first impression var ekkert alltof gott á stelpur. Svo kom það fyrir að ein stelpa fór aðeins lengra en first impressions og hún tók sér smá tíma til að kynnast mér. Ég kynnist þessari stelpu vel, hún tók sér tíma í að tala við mig og það hjálpaði mjög mikið uppá það að brjóta ísinn, því það er eitthvað sem “góðu gæjarnir” geta nánast aldrei gert. Hún sem sagt gaf mér séns og fékk að sjá hvernig persóna ég var, og það leið ekki á löngu að við vorum saman og elskuðum hvort annað mjög mikið. Með sambandinu komst ég að hinu og þessu og lærði mikið um sjálfan mig sem og stelpur.
Stelpur horfa oftast á útlitið fyrst, en það er fyrst og fremst sjálfsöryggið eða confidence, sem þær laðast að. Það er útgeislunin sem þær finna strax hjá strákum, hvort þeim finnist þær öruggar nálægt gæjanum.
Við vorum saman í 3 yndisleg ár, en svo hættum við saman, við vorum að fara í sitt hvora áttina og allt fór mjög vel.
Í þessu sambandi lærðist mér hvað ég þurfti að gera til að vera í sambandi og láta það endast, heiðarleiki, sjálfstraust, traust á hinum aðilanum (fullkomið traust) og að vera trúr. Ég fékk nokkur góð ráð áður en ég byrjaði í sambandi sem hjálpuðu líka, t.d. til þess að vera góður þarftu að vera vondur. Það hjálpaði mikið :)
Ég er ennþá “góður gæji”. Bara núna þá kann ég að umgangast konur með þeirri virðingu sem þær vilja, ekki þeirri virðingu sem flestir “góðir gæjar” halda að þeir vilja. Stelpur vilja ekki endalaust dekur og svoleiðis, samband virkar bara í báðar áttir, ekki í aðra.
Það sem ég er sjálfsagt að segja í þessu áliti, er að það er ekkert mál að finna “góða gæjann” ef stelpur prófa að taka fyrsta skrefið, t.d. að brjóta ísinn með því að segja “hæ” og kynnast honum lengra en first impression, því að fyrstu kynni segja ekki allt, þau segja sjálfsagt bara nokkuð lítið, því þú kynnist aldrei manneskju á 10 mínútum. Ég vildi líka taka það fram að ég fer alveg á djammið, samt er ég “nice guy”, ég fer bara á djammið með vinum til að skemmta mér, ekki til að fá mér á broddinn eins og margir komast svo skemmtilega að orði. Skyndikynni er ekki í minni orðabók, því að kynlíf án tilfinninga er ekkert nema skelin af því hvernig það er með tilfinningum. Að hafa tvær í takinu… neibb, ef maður getur ekki verið með einni í einu þá á maður bara að sleppa því að vera með nokkurri, því annars er það ekki ást. Það er ekkert til sem heitir að deila ást á tvær eða fleiri manneskjur.
Bara svona ábending fyrir þig cutypie, við erum um allt, líka á djamminu, þú þarft bara að læra að finna okkur.
Hey, hérna er góð tillaga, prófaðu að horfa í augun á þeim sem þú ert að pæla í, augun ljúga aldrei, ef þú skynjar ekki hið góða í augum hans, þá veistu að þú átt ekki að fara til hans og segja “hæ”. Ég veit að ég geri það þannig með stelpur, ég lít í augu hennar og þá veit ég hvort ég vilji fara lengra :)
Vona að þetta hjálpi
Speaking words of wisdom