Ok, þetta er kannski ekki mjög vitsmunaleg grein (korkur, fer eftir því hvort hún er sammþykkt).
En allaveganna þá er stóóór munur á því hvort manneskja er ástfangin, hrifin af manneskju eða bara skotin/nn í henni.
Þetta er náttúrulega bara mitt álit og margir eiga eftir að vera ósammála.
Sagt frá strákasjónarhorni.
Skotinn: Maður hugsar um stelpuna af og til en gæti alveg þessvegna farið heim með einhverri annarri.
Maður er örlítið feiminn í kringum hana og talar ekki mikið þegar stór hópur er í kring, maður er of krítískur á það sem maður segir og vill ekki gera sig að fífli.
Hrifinn: Maður hugsar um hana daglega og nær henni ekki alveg útúr hausnum á sér. Maður segir alltaf vitlausa hluti í kringum hana (eða manni finnst það) eða maður segir ekki eitt stakkt orð (og er að berja sig í hausinn fyrir vikið næstu daga).
Maður sér lítinn tilgang í að fara eitthvað út ef hún er ekki á staðnum og maður verður hrikalega “paranoid” ef einhver af stráka-vinum manns yrðir á hana og fer jafnvel í smá fýlu fyrir vikið.
Maður tekur ekki augun af henni og flestir í kring gera sér grein fyrir hrifningunni, og oftast fréttir stelpan það án þess að maður hefur hugmynd.
Ástin: Maður er orðinn svo hrikalega hooked á stelpunni að allt annað skiptir mann engu máli. Maður hugsar að líf manns gjörbreytist ef maður nælir sér í hana og allt reddist einhvernveginn. Ef einhver af strákavinum manns talar við hana þá er hann orðinn manns versti óvinur.
Eitt bros frá henni er meira virði en lífið sjálft.
Engin önnur stelpa kemur til greina, jafnvel þó að maður sé pissfullur og einhver foxy astrógella sé nakinn inní herbergi með manni.
Lífið er yndislegt :)
Ekki alveg hægt að lýsa ástar hlutanum en þetta var í áttina (reyndi að forðast flestar klisjur).
Allaveganna þetta var svona mitt álit á þessum hlutum, og að sjálfsögðu álit á mismunandi hrifningu, fyrir sambandið það er að segja.