Það er nú þannig, að ég er einstaklega óheppin í ástum.
Alltaf þegar ég næli mér í einhvern/einhverja, þá tekst mér einhvernveginn alltaf að ýta þeim frá mér =( Ég er samt með einn í takinu núna, en vill svona ekki byrja með honum því að þá finnst mér ég vera að eyðileggja vináttuna. Það er auðivtað aldrei hægt að útiloka það að við eigum kannski eftir að hætta saman, og ef það kæmi fyrir, þá efa ég það stórlega að við mundum vera vinir eftir það. Svo er það líka, að mér finnst ég vera alveg einstaklega lokuð manneskja eitthvað, og ég hef oft reynt að gera eitthvað í því. Ég hef líka oft fengið það comment að ég sé “hættulega” góðhjörtuð, frá mörgum, og mér hefur líka fundist fólk nota mig útaf því. Eina skiptið sem ég hef orðið ástfangin, var fyrir löngu síðan, en ég hætti með þeim strák, því að ég elskaði hann svo mikið. Ég svona, álít það vera stærstu mistök lífs míns, og ég hef verið nokkurn veginn tilfinningalega bæld síðan. Hef átt erfitt með að sýna hvernig mér líður o.s.frv. Og síðan ég sagði þessum strák upp (þ.e.a.s. eina manneskjan sem ég hef orðið ástfangin af), þá hefur mér einhvernveginn tekist að ýta öllum frá mér. Ég veit ekkert hvað ég get gert í þessu ;´( Einhver ráð?

Axelma