Komdu fagnandi Axelma!! Og takk fyrir að deila með þér, sérstaklega vegna þess að það eru allmörg atriði í bréfinu þínu sem við eigum sameiginleg. Og ég er svo hrikalega fegin að vera ekki alveg ein í heiminum.
Það er sennilega margt ólíkt með minni aðstöðu og þinni, en ég held ég geti ímyndað mér nokkuð vel hvernig þér líður :/
Allavegana er ég í þeirri stöðu og hef verið stóran hluta æfi minnar, að mér er hreinlega bara ofboðslega annt um mitt persónulega “speis”. Og ég hef alltaf átt erfitt með að vera í þessum týpísku samböndum. Ég var að vísu í sambúð/föstu sambandi (stormasamt: flutt inn - flutt út - tekin pása - hætt saman - byrjað aftur o.s.frv. endalaust) yfir um það bil 5 ára tímabil. Og ég skil ekki ennþá hvað ég sá svona rosalega mikið við þann gaur sem ég virðist ekki sjá við neinn annan. Bara öllum góðum vættum lof fyrir að ég sé það ekki lengur LOL! ;)
Hitt er annað mál að núna vil ég vera “ein”. Ég er líka í allsherjar endurmati á lífi mínu og sjálfri mér, að vísu ekki í framhaldi af meðferð, but close enough (þ.e. annarskonar vandamál sem verið er að vinna í). En það sem hangir á spýtunni er að ég er “karlsöm” (viðsnúningurinn á “kvensamur”) og hvatvís í ofanálag. Þ.a. ég bara framkvæmi án þess að hugsa og sit svo uppi með einhvern, sem örugglega er frábær gæji og allt það, en ég get ekki hugsað mér að vera í “sambandi” við. Það er alveg ljóst að þetta er ekki þeim að kenna (þó ég geri mitt besta við að finna þeim allt til foráttu), heldur mér. Ég held það skipti engu máli hversu frábær eða góður viðkomandi væri, það er ég sem er ekki tilbúin og jafnvel mögulega verð það kannski aldrei. Ég get ekki hugsað mér að standa í daglegum símtölum sem snúast um: “Hvað gerðir þú í dag? Ég gerði blabla, bla og bla og fór í blabla og hitti blabla. Hvenær eigum við að hittast? Af hverju geturðu ekki hitt mig í kvöld? En annað kvöld? o.s.frv.” Mér hrýs hreinlega hugur og bilast úr leiðindum og/eða pirringi.
Ég hef reynt að vera heiðarleg við þessa aðila frá upphafi og segja hvað ég vil og hvað ekki. Þeir segja: ok, en þegar fram vindur virðist ekki einn einasti hafa heyrt eða skilið það sem ég var að að segja. Heldur reyna bara að hefja “samband” á týpiska mátann (eins og ekkert hafi í skorist) og að lokum líður mér svona: a) eins og algjöru kvikindi og skíthæl b) eins og ég sé að kafna og þ.a.l. að brjálast úr pirringi c) eins og viðkomandi taki ekki mark á því sem ég segi af því að ég er jú: STELPA. (“Og allir vita sko að stelpur eru trylltar í að vera í sambandi og hún sko hlýtur að vera bara að segja þetta til að gera sig meira aðlaðandi” gæti maður ímyndað sér að viðhorfið væri…eða whatever…)
Allavegana hef ég fá eða engin ráð handa þér, þar sem ég er jafn ráðvillt og þú. (Já og btw ég átti líka á unglingsárunum kærasta sem ég elskaði á annan og betri hátt en nokkurn annann og hrakti hann frá mér á sama hátt og þú. Og þeir sem eru að furða sig á þessu: þið munið aldrei skilja þetta nema að hafa reynt það sjálf. Leave it.) En ég hef reynt að líta á það sem svo:
Ég er svona og ég verð að taka sjálfri mér eins og ég er. Þetta er ekki eitthvað sem ég get breytt, allavegana ekki bara svona einn tveir og þrír. Og hver er að segja að öll ástaræfintýri skuli hefja með það í huga að markmiðið sé langtímasamband?? Af hverju er ekki hægt að hafa þetta eitthvað öðruvísi? Og ef viðkomandi einstaklingur heyrir ekki eða skilur ekki það sem ég segi, þá er það hans mál en ekki mitt. Ber ég einhverja ábyrgð á því ef hann er hrifnari af mér en ég af honum? Og fleira í þeim dúr. Mér líður nú samt ekkert betur fyrir vikið :/
Allavegana vildi ég bara sýna samhug og ég vona að fólkið hérna fari ekki að dæma mig fyrir lélegt siðferðisþrek eða skíthælahátt. Jamm mér fannst allavegana eitthvað líkt hérna, kannski finnst þér það ekki.
Þú ert allavegana ekki ein ;)
Bestu kveðjur, L.