Sæl veriði.

Ég er 17ára gömul og kynntist strák/manni sem er 28ára. Hann er frábær í alla staði, þrátt fyrir að hann hafi ekki beint útlitið með sér. En hversu oft heyrir maður ekki, að útlitið skipti ekki öllu. Ég er í rauninni mjög hrifin af honum og hann vill endilega halda þessu áfram. Ég er búin að fá samþykki hans á því að leyna þessu fyrir foreldrum mínum þanngað til ég er tilbúin til að segja þeim þetta. En þetta er allt saman meira en að segja það!

* Hann er 11árum eldri.
* Hann er ekki vel lærður (þrátt fyrir að hann fái nóg af peningum úr vinnunni sinni).
* Hann hugsar um allt aðra hluti en ég, sérstaklega í frahaldinu: fara að búa, eignast börn.
* Honum finnst sjálfsagt ekkert gaman að djamma innan um vini mína, sem eru allir yngri en hann.
* Foreldra mínir myndu bilast.

Þessu fylgir alveg rosaleg fórn. Og ég hef ekki sagt neinum frá þessu ennþá. Hvað á ég að gera? Á ég bara að taka mig saman í andlitinu gleyma þessu öllu og hugsa ekkert lengra en fram að morgundag? Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að falla fyrir svona manni, en hann er bara svo yndislegur.

Ég er í klemmu. Ég reyndi að binda enda á þessu fyrir stuttu síðan, svo hugsaði ég með mér, afhverju er ég að gera þetta? Útaf skoðunnum annara, aldursmuninum, útlitinu eða hverju?! Ég veit að ef ég bind enda á þetta heyri ég örugglega aldrei frá honuma aftur og það væri versta martröð í lífi mínu.

- Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en vildi bara heyra álit fólks á þessu. Mynduð augun ykkar ekki opnast ef 17 ára vinkona ykkar kæmi heim með 28 ára strák??

BlueEyes.