Ég er 15 ára strákur og er með stelpu sem er einu ári eldri en ég, en ég nefnilega veit ekkert hvað hún er að hugsa hvort hún líti á þetta sem samband eða ekki. Alla vega erum við ekki opinberlega í sambandi. Það veit engin að við erum eitthvað að koma okkur saman. Ég var búin að þekkja hana geggjað lengi og svo í sumar byrjuðum við að svona haga okkur dálítið öðruvísi í kringum hvort annað. Svo vorum við farin að tala mjög opið saman á msn og þá bara allt í einu sögðum við eiginlega hvort öðru að við værum hrifin af hvoru öðru og vildum gera eitthvað við hvort annað og svona. Síðan þá höfum við verið að senda hvoru öðru sms og svona bara eins og kærustupar en engin veit að við erum saman. Við hittumst oft en þá eru alltaf krakkar í kringum okkur og svona, nokkrum sinnum höfum verið ein saman og þá einhvern vegin þorum við engu sem við höfum talað um að gera og erum gegt vandræðaleg því við erum búin að vera vinir það lengi og að það er mjög skrýtið að vera allt í einu með svona tilfinningar til hvors annars. Málið er að ég veit ekkert hvað henni er mikil alvara. Ég held að ég sé ástfanginn af henni en finnst eins og hún sé “bara” hrifin af mér eða eitthvað. Mér er alveg sama þó allir myndu vita þetta en hún vill halda þessu leyndu. Þegar við hittumst og erum innan um fólk langar mig bara að getað knúsað hana og kysst hana og eitthvað og svo þegar við erum ein saman þorum við engu. Við tölum um hvað okkur langar að kyssa hvort annað og gera fleiri hluti og þetta er allt eitthvað svo asnalegt. Við höfum skrifað sögur um hvort annað í gegnum msn þar sem við erum sögupersónurnar…grrr.
Málið er að ég veit bara ekkert hvað ég á að gera nú, ég vil ekki að þetta sé svona endalaust að ekkert gerist. Ég er ekki alveg viss hvort hún ber jafn sterkar tilfinningar til mín eða hvort hún bara vilji ekki segja það eða eitthvað.

Hjálp??? Hafið þið lent í svona áður??? Hvað mynduð þið gera???

-Strangelove