Mig langar að vita það soldið hvort ég er einn með að finnast mörg sambönd ekki byggjast á réttri undirstöðu.

Einhvernmeginn þá finnst mér mörg sambönd alls ekki byggjast upp á ást þannig séð, heldur frekar útaf öðru. Mikið af kvenfólki finnst mér vera oft til dæmis í sambandi vegna þess að það er hrætt við að vera eitt , til dæmis margar byrja í sambandi stuttu eftir að hafa hætt í einu stóru man ekki hvað það kallast til að þurfa ekki alveg að takast á við það að hafa hætt með fyrri manneskjunni. Margir strákar byrja í sambandi þó svo þeir séu ekki einusinni hrifnir af stelpunni en náttúrulega finnst flestum kynlíf gott og því meira því betra =)

Ég veit um mörg sambönd sem byrja og hætta stuttu eftir það vegna þess að þau ganga ekki , er mannfólkið orðið svo hrætt við að enda eitt og yfirgefið að það prufar allt til að missa örugglega ekki af einhverju sem væri erfitt að komast framhjá ef það væri í alvöru hrifning.

Ef við erum endalaust að byrja og hætta í samböndum þýðir það þá ekki að við erum annað hvort óhæf til að vera í sambandi í orðsins merkingu ,gefur það einfaldlega til kynna að mannfólkið á erfitt með að bindast annarri manneskju til lengri tíma eða jafnvel að við séum ófær um að dæma manneskjuna án þess að vita allt um hana ?

Þannig mig langar soldið að vita frá ykkur hinum hérna.
1.
Er hrifning nóg til að þið mynduð byrja með manneskjunni ?

2.
Ef hrifning er nóg til að þið byrjið með manneskjunni getur maður þá dæmt það nógu vel hvort maður er ástfanginn af henni vegna þess að það spilar svo margt annað inní í þegar maður er í sambandi ?

3.
Líka ef hrifning er nóg til að byrja með manneskjunni þá er maður kominn með “ekki til boða” skilti fyrir hitt kynið á sér og þá gæti maður misst af einhverri annarri sem yrði mögulega meira úr en veit ekki af því vegna þess að maður dreif sig svo að grípa það fyrsta.

4.
Ef maður er stöðugt í sambandi getur maður greint ýmsar tilfinningar í burtu eins og einsemd, deila tilfinningum og fleira þó svo að maður hafi varla kynnst hinu ?

5.
Ef okkur er bara ætlað að vera með einni manneskju fyrir allt lífið okkar afhverju er það þá í okkar nátturu að girnast af og til aðrar manneskjur , er það til að prufa viljastyrk okkar eða afþví að einhver bók segir að annað sé rangt ?

6.
Hvernig skilgreinið þið muninn á ást og hrifningu ?
Sjálfur myndi ég skilgreina það sennilega að hrifning sé eitthvað sem manni langar að kynnast betur og vita hvað er en samt mun sterkara en forvitni.
En ást væri þá eitthvað sem kæmi eftir hrifningunni mögulega og drægi mann alltaf meira að manneskjunni án þess að nokkuð verði við því gert svo að við mannkynið deyjum nú ekki út =)

Frjals