Ok ég er ekki góður strákafangari svo að ég þarf góð ráð.

Ég er rosalega hrifin af einum strák sem ég veit fullkomlega hver er. Hann þekkir mig lítið en hann veit samt alveg hver ég er og hefur oft hangið með mér með öðrum krökkum líka.

Þegar ég er í kringum hann er ég alltaf lagandi á mér hárið og það hlítur að sjást að ég sé hrifin af honum af því að það er alltaf spurt mig ég neita samt alltaf.

Þegar hann sér mig reynir hann alltaf að vera algjör gæji og sínir sig rosalega mikið með því kannski að segja við einhverja vinkona mína ef hún spir hann eitthvað.

Samt þegar ég er að hanga með honum og öðrum krökkum kemur það til að hann knúsar mig og kyssir mig á kinnina en ég veit að hann er ekki hrifinn af mér. Mér líður alltaf eins og asna í kringum hann og um leið og hann segir eitthvað og ég svara honum líður mér alltaf svo illa eftirá því mér finnst ég hafa sagt eitthvað svo asnalegt að ég skammast mín ýkt mikið.

En það er einn hængur á. Þegar ég er t.d. að tala við vinkonu mína, kemur hann og knúsar hana og kyssir svo að hún er ekkert að fylgjast með hvað ég er að segja. Það er örugglega til að gera mig afbriðissama en ég lít samt alltaf undan og fer að gera eitthvað annað. Þegar hann er að þessu horfir hann alltaf á mig til að tékka hvort ég sé að horfa á sig. Það fer rosalega oft í taugarnar á mér.

Ég er ástfangin upp yfir haus og ég get ekki hætt að horfa á hann þegar ég sé hann.
Ég veit að hann á aldrei eftir að vilja vera með mér en ef það væri mögulegt langar mig að fá mjög góð ráð frá ykkur. Takk.

*Pinkslap*