Í gærkvöldi var ég alveg útkeyrð, ég var búin að vera alla vikuna á 4 klukkustunda leiklistaræfingum, hvert kvöld og svo er líka allt brjálað í skólanum. Í gærkvöldi var ég orðin svo þreytt að ég gat ekki sofnað, ég lá þarna bara hálfgrátandi. Þá kom kærastinn minn og lagðist hjá mér og byrjaði að kyssa mig og knúsa. Svo lagði hann varirnar upp að andlitinu og byrjaði að raula, ógeðslega falleg lög eins og “you are so beautiful to me”, “stand by me” og lagið okkar úr Lion king. Þetta var það rómantískasta og æðislegasta sem hefur komið fyrir mig lengi. Svo um leið og ég hugsaði “ég vildi að hann mundi strjúka yfir hárið á mér” þá gerði hann það.
Strákar, ef þið viljið vera góðir við kærusturnar ykkar þegar þær eru pirraðar og leiðar, gerið þá eitthvað svona en ekki vera pirraðir á móti :)
With Love Ukyo
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.