Ég er nýlega hættur með stelpu sem ég var með í næstum þrjú ár. Við vorum ástfangin upp yfir haus og vorum búin að plana framtíðina langt langt, en svo komu upp hlutir sem ollu því að það komu erfileikar í sambandið og hægt og rólega vorum við bæði nánast farin að biðja um að komast út. Svo gerðist það að við hættum saman, þó svo að ástin á milli okkar hafi ekkert dáið.

Núna í dag elska ég hana alveg ennþá, en ég elska hana sem bestu vinkonu mína, og hún gerir það sama með mig, sem besta vin hennar. Ég er bara að velta því fyrir mér gengur svoleiðis í alvörunni upp, mig langar að trúa því að það muni gera það sérstaklega að við getum alveg umgengist hvort annað auðveldlega og það er allt í góðu.

Ég hef nefnilega séð nokkur sambönd byrja og enda og alltaf reyna þau að halda einhverju vinasambandi sem hefur þá alltaf bara.. eins og þeir segja “crashed and burnt”. Þ.e.a.s. þau enda uppi sem óvinir frekar en vinir þegar þau reyna.

Það sem ég er að reyna að segja í þessari grein, getur par orðið vinir eftir langt alvarlegt samband? Mér þykir voða vænt um hana, og henni um mig og við getum alveg eytt tíma saman og ekkert vandræðalegt eða óþægilegt… so… give me you opinion ppl :)

:.Twistur.:
:.Twistur.: