ég var of hissa til að segja nokkuð, nánast ringlaður, og gekk því bara áfram með félögunum. en svo fór ég að hugsa:
ég er orðinn of gamall til að þurfað heyra þetta!
hvaða þörf er þetta hjá sumu fólki að láta mann vita af útliti manns.
á mar ekki bara að kýla sona fólk!? :P
svo lennti ég aftur í svipuðu nokkrum dögum seinna. þá var ég að leika knattleik, merkilegt nokk með sömu félögum. ég sparka boltanum eikkað aðeins of langt í burtu. þarsem ég sæki boltan þar sitja þrjár stelpur á spjalli fyrir aftan mig, en ég tók fyrst eftir þeim þegar ein þeirra segir við mig: “vinkonu minni finnst þú ríðulegur”. ég beið eftir að þær mundu allar flissa gelgjulega.. þegar það gerðist ekki.. sagði ég bara: “sömuleiðis” og hljóp til baka flissandi eins og smástelpa :P
jú, þótt annað atvikið hafi vissulega verið mun þægilegra fyrir sjálfstraustið ;) þá fannst mér þetta samt í báðum tilfellum vera eikvað sem jaðrar við dónaskap.
á mar ekki að segja allavega hæ eðekka fyrst?! kynna sig kanski?!
“hæ, ég heiti xxx . þú ert ljótur!”
eða
“sæll, ég heiti xxx, henni zzz vinkonu minni hérna finnst þú ríðilegur”
svo gætu allir skipst á símanúmerum og haldið áfram að útdeila skjalli eða gagnrýni eftir því sem við á. væri það ekki einhvernvegin.. siðmenntaðara? ;);)
“Humility is not thinking less of yourself,