Vond byrjun....
Hæhæ! Ég er alveg ný hérna á huga en mig langaði að segja ykkur frá sambandi sem ég lenti í, ég er 18 í dag en þegar ég var á fimmtánda ári kynntist ég strák úr sama bæjarfélagi og ég og hann var þrem árum eldri. Hann var alltaf að bjóða mér á rúntinn og svoleiðis og ég gjörsamlega FÉLL fyrir honum allt gekk vel í fyrstu og foreldrar mínir elskuðu hann. En eins og svo oft þegar nýja brumið fer tekur raunveruleikurinn við svo eftir tveggja ára samband hættum við saman. Ég var alveg eiðinlögð ég kunni ekkert annað en að vera í sambandi og átti engar vinkonur því allur minn tími hafði farið í það að vera með honum og var það megin ástæða þess að við hættum saman við vorum að kafna!!! En allavega þá gat ég ekki sætt mig við þetta, fór samt að fara víðar, kynnast fólki og eignast vinkonur. ‘Eg var samt alltaf hryngjandi í hann og eftir ca 2 mánuði fórum við að hittast aftur við hittumst svona 2-3 í viku og bara á kvöldin þannig gekk þetta í um 4 mánuði. Eftir þessa mánuði ákváðum við að reyna aftur á sambandið. Við sögðum öllum frá því rétt fyrir jólin og vorum því saman þá en við ákváðum áður en við fórum aftur í þetta að breyta þyrfti ýmsu. ’I dag erum við bæði mjög hamingjusöm og sambandið er frábært við eigum nú bæði okkar vini útaf fyrir okkur og sameiginlega líka. Við ætlum svo að taka stórt skref í haust og flytja saman í bæinn því hann er að fara í skóla þar og ég get farið í Fjölbrautaskóla þar. Vona svo innilega að það gangi upp því ég eða bara við höfum aldrei verið jafn HAMINGJUSÖM og í dag. :)