Sælir Hugarar
Það sem ég vildi tala um er svoldið furðulegt atvik sem ég átti með fyrrverandi kærustunni minni sem leiddi til þess að við hættum saman, og mig langar að segja ykkur söguna og athuga hvað ykkur finnst..
Þetta byrjaði allt fyrir þrem árum þegar ég sá hana fyrst, um sumarið 2001, í rólonum í skólanum mínum og hún brosti til mín, ég brosti til baka og hvíslaði að félaga mínum að þessi stelpa væri nokkuð sæt, en þó einu ári yngri.. Svo byrjar sjöundi bekkur hjá mér og sjötti bekkur hjá henni og mér til ánægju þá fatta ég að við erum með sjötta bekk í leikfimi, svo að ég hafði tækifæri á að kynnast sætu stelpunni meira.. Svo leið veturinn og við urðum ágætis vinir, ekkert samt eitthvað utan skóla heldur bara í skólanum.. Svo sumarið 2002 fer allt að breytast.. Við förum og hittumst utan skólans og förum að hanga mikið saman, vinir mínir og vinir hennar.. Ég verð ógeðslega hrifinn af henni og hún af mér og það má segja að við höfum verið að dúlla okkur eitthvað á þessum tíma.. Svo seinna um sumarið flytur inn strákur (sem ég kalla hérmeð Bjarna), jafngamall mér, í götuna hjá sætu stelpunni (sem ég kalla hér með Söndru) beint á móti henni.. Svo eftir smá tíma sé ég að Sandra er næstum hætt að tala við mig og er farin að veita þessum Bjarna mun meiri athygli en mér, svo næsta sem ég veit er að Sandra er orðin hrifin af Bjarna og þau jafnvel eitthvað að dúlla sér. Á þessum tíma var ég mjög reiður og sár, að stelpu hafi verið stolið frá mér hafði mjög leiðinleg áhrif á mig, ég breyttist mikið, var ekki eins léttur og varð alltaf afbrýðissamur þegar ég sá þau tvö saman.. Svo um veturinn byrja ég með annari stelpu og við sandra tölumst ekkert á.. Svo sumarið 2003 þá er ég hættur með stelpunni og við sandra farin að tala aftur saman, hlutirnir verða eins og síðasta sumar og við erum að dúlla okkur.. Skólinn byrjar og í framhaldi af því þá byrjum við saman.. Eftir að vera buin að vera saman í um það bil mánuð þá tek ég eftir því að sandra er farin að hafa mikil samskipti við bjarna.. smsast við hann og fleira, hann hét meira að segja mjög vafasömu nafni í símanum hennar á þessum tíma “My Angel”.. Svo fer þetta að ganga svo langt að hún er farin að hitta hann í staðinn fyrir að hitta mig.. semsagt, hún beilaði á því að hitta mig og hitti bjarna í staðinn.. Mér finnst þetta þreytandi og verð fúll og finnst eins og leiðindahlutirnir frá sumrinu 2002 væru að ske aftur, svo að ég talaði við söndru um þetta, við ákváðum að reyna að laga þetta en allt kom fyrir ekki, ég hætti með henni og var mjög sár eftir það.. Svo eftir rétt rúma viku þá byrjum við aftur saman fljótlega eftir áramót og lögum gallana frá síðasta sambandi, ég tók það skýrt fram að ég fýlaði ekki að hún væri með þessum strák, hún virti það og sagðist ekki ætla að tala svona mikið við hann.. Líða svona fimm mánuðir og allt er frábært hjá okkur, þangað til að ég kem heim til hennar og mamma hennar segir að hún sé hinum megin hjá bjarna, rauk ég þá yfir, dinglaði og spurði söndru hvern andskotann hún væri að gera þarna þegar hún vissi af mér á leiðinni til sín, muldrar hún einhverja afsökun og ég tek hana gilda.. Svo nokkrum dögum seinna þá hitti ég söndru ásamt tvem vinkonum hennar, það kvöld erum við að horfa á spólu, ég baktala og baktala þennann bjarna af öllum lífs og sálarkröftum, bara svona til að tjekka hvort að sandra verði reið.. og stundum varð hún reið eða brást svoldið furðulega við. Daginn eftir kem ég heim til hennar og hún er að tala við bjarna í símann um hvað ég sagði í gær, stend ég þarna og hlusta á hana kjafta frá því sem ég sagði um hann.. Svo leggur hún á og ég gersemlega verð reiður, og segi að ef hún hætti ekki að hanga með þessum bjarna þá hætti ég með henni.. Þá segir hún “okei”, og við höldum bara áfram.. tvem vikum seinna þá beilar hún á þvi að hitta mig útaf einhverri garðveislu sem er í götunni hennar og að sjálfsögðu verður bjarni þarna, ég verð pínu órólegur en gleymi því fljótt.. Morguninn eftir heyri ég það frá vini minum, sem er góðvinur bjarna, að hann hafi verið með þeim að horfa á fullt af spólum alveg til sjö um nóttina, og þá fæ ég nóg. Ég hringji alveg bandbrjálaður í hana og öskra á hana allskonar hluti (ekkert samt einhver blótsyrði, bara hluti sem við vorum buin að ræða um varðandi bjarna og eitthvað.) sem endar svo með því að ég skelli á hana og þar með er sambandið búið..
Seinna um daginn hitti ég söndru og ætla að biðjast fyrirgefningar á því hvað ég var reiður í símann og ætlaði bara að fá að enda þetta samband í rólegheitunum.. Þá segist hún ekki geta fyrirgefið mér útaf ég hafi verið svo vondur við hana og bannað henni að eiga vin ?.. er þetta rétt hjá henni ? var ég vondur ?.. bannaði ég henni að eiga vin ?..
mér persónulega finnst ég hafa verið vondur já, en það þýðir ekkert að skrifa það bara á mig, ástæðurnar sem ég var vondur eru hennar ástæður.. Svo gaf ég henni val, hvort viltu Bjarna eða mig.. ég elskaði hana bara alltof mikið og var hræddur um að missa hana..
Hvað finnst ykkur ?
Takk fyrir
Eina