Þegar að ég var spurður að þessu vissi ég ekki hverju ég átti að svara og sagði því:„Ég held að ég eigi mér enga týpu.“. Þetta breyttist allt um daginn þegar að ég sá draumastelpuna. Nokkrum mánuðum fyrr hafði ég tekið eftir því að stelpur með dökkt sítt hár heilluðu mig alveg en þessar ljóshærðu hræðu lítið eða ekkert í mér. Þessi stelpa sem ég sá var dökkhærð með örlítið af krullum og var frekar snoppufríð. Þeir sem sáu hvernig ég horfði á hana og hvernig ég kiknaði í hnjánum áttuðu sig á því að þetta væri týpan mín. Sekúndurnar urðu að mínútum og ég var að vonast til þess að mínúturnar yrðu að klukkustundum en þá var hún farin. Ég stóð eftir einn og áttaði mig á því að rétt í þessu hafði ég hitt draumastúlkuna.
Ég stend í þeirri trú að allir hafi sína týpu en ef til vill eru þeir ekkert búnir að finna út hver hún sé. Eitt ráð vil ég segja þeim sem vita hver þessi týpa er (og líka þeim sem að uppgötva það seinna) og eiga eftir að finna ástina: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þ.e.a.s. farðu og talaðu við hana og komstu að því hver hún/hann sé því að annars veistu ekkert um það hvort að hún/hann sé sú eina/eini rétta/rétti. Í versta falli þá ert þú ekki týpan hennar/hans og þá þýðir ekki að vera að svekkja sig. If it wasn't meant to be it wasn't meant to be.
Ég þakka fyrir mig,
Organum.
Lifi funk-listinn