…En mér líður bara svoooo mjööög illa :( svo fer ég stundum að sýna einkenni “alka”, mig þyrstir í áfengi þegar mér líður illa til að losna við að hugsa um þetta…
Þetta er glatað líf eins og það er núna, bara ef ég gæti óskað mér, ég myndi svo óska mér að allt þetta hefði ekki gerst, og kanski til að losna frá því að lenda í þessu ever, að óska þess að við hefðum ekki hist :'( þessi ástarsorg sem maður heldur að maður lendi stundum í, líður kanski illa í viku eða tvær hátt uppí mánuð sumir lengur eftir lengri sambönd, en 2 - 3 mánuðir í mínu ástandi… er þá ekki komið gott, sama hvað ég reyni að vera í kringum aðrar stelpur, skemmta mér, drekka og partýast, ekkert af þesssu virkar… svo þegar ég fer til hennar og átta mig á því að lífið sem ég vildi óska að ég ætti með henni væri algjörlega glatað og það er ekki aftur snúið, svo vil ég fara, “stend upp og segist vera að fara,” labba að hurðinni og hún kemur á eftir og spyr hvort það sé ekki í lagi, “ég jánka en tárast að innan,” við tölum saman og kveðjumst, ég fer útí bíl og keyri heim.
Á leiðinni er ég að svekkja mig yfir raunveruleikanum og tárast alveg gríðalega og fer einstaka sinnum að gráta útaf því, ég kem heim og næ að koma jafnvægi á hlutina áður en ég myrði sjálfan mig með eigin hugsunum, ég set tónlist á og reyni að hreinsa allar hugsanir um kvöldið, allt virðist ganga vel, ég er hættur að hugsa um hana og hvað gæti gerst hjá henni, mér fer að líða vel og næ að átta mig á því að þetta er ekki endirinn. Ég fer að sofa seinna um kvöldið í sátt við sannleikann, þangað til næst…
Engin skítköst, bara sína hva maðurinn gengur í gegnum nánast daglega