Ég er með strák, alveg yndislegum strák sem á allt það besta skilið. Við erum búin að vera saman í nokkra mánuði, reyndar ekki getað verið saman í allan þennan tíma sökum þess að ég var í burtu í mánuð og hann svo í mánuð en allavega. Núna erum við búin að vera saman í meira en mánuð straight. Mér hefur fundist það upp á síðkastið að hrifning mín á honum hafi verið að dvína. Mér finnst það rosalega leiðinlegt því ég VIL vera hrifin af honum, en finn ekki lengur fyrir þessu. Finn ekki fyrir fiðringnum og finnst ekki alveg eins gott alltaf að kyssast og þ.h. því að straumarnir eru ekki eins áberandi, varla neinir. Hann er bara svo góður strákur og æðislega skemmtilegur að ég vil ekki missa þessa manneskju útúr lífi mínu sem því miður getur gerst við sambandsslit. Hann er nefnilega rosalega hrifinn af mér ennþá, það veit ég og ef ég myndi slíta þessu ættum við örugglega í einhverjum erfiðleikum með að verða aftur einhverjir góðir vinir þó að þess væri óskandi.
Það er bara svo gott að eiga hann að og tala við hann, fíflast með honum og bara hanga. Við hittumst nær daglega og ef ég hitti hann ekki einhvern daginn þá langar mig samt alltaf aðeins að fá að sjá hann, svo gott að vera með honum. En samt finn ég ekki nóg fyrir þessari hrifiningu, ef ég finn þá eitthvað meira en bara mjög svo mikla væntumþykju:( kannski myndi ég vilja að við værum bara svona góðir vinir sem gætu hist oft, spjallað um allt en sleppt sambandsstandi. Þá er maður frjálsari sem ég kann ágætlega við. Ég reyndar hugsa samt að ef við hefðum aldrei byrjað saman heldur værum bara góðir vinir núna sem væru alltaf að hittast og spjalla o.þ.h myndum við eiga eftir byrja saman, það gerist bara þannig. Ég meina..ég laðaðist að honum í byrjun og myndi “laðast” af honum aftur því þetta er einmitt gaur sem ég fíla, en enn og aftur lendi ég í því að vera ekki hrifin af gaur sem ég vildi óska að ég væri hrifin af. Og þegar maður er komin í einhvað samband, s.s. ekki bara byrjun á sambandi þá verður að vera almennileg hrifning til staðar!
Þetta er skrýtið og það er erfitt að vera unglingur sem kann ekki almennilega á tilfinningarnar sínar. Af hverju er það svona, af hverju ræður maður ekki bara hverjum maður er hrifinn af :D vá hvað það myndi auðvelda alla hluti.
En getið þið eitthvað ráðlaggt mér. Á ég að halda áfram í sambandinu og bíða og sjá hvort hrifningin komi aftur en líða ekkert alltof vel með það að ég er ekki að gera honum né mér gott með því, hann á það auðvitað ekkert skilið að ég sé ekki hreinskilin. Eða á ég bara að hætta með honum og glata örugglega yndislega skemmtilegum vini.
Reyndar vorum við eiginlega engir langtímavinir áður en við byrjuðum saman, bara í svona mánuð. Mér finnst bara svo asnalegt að þegar ég er loksins komin heim í borgina eftir mánaðadvöl annars staðar og hann kominn heim eftir mánaðadvölina sína (sem var s.s. ekki á sama tíma og ég var í burtu þannig að við vorum í sitthvoru lagi í 2 mánuði) þá séum við ekki búin að búa á sama svæði nema í um einn og hálfann mánuð þegar ég dömpa honum og eiginlega veit ekki almennilega ástæðuna, bara minnkaði hrifingin án þess að skilja af hverju. Við sem vorum búin að bíða eftir sumrinu þegar við flyttum bæði heim á sama tíma. Ég er samt ekki ákveðin í að dömpa honum, bara orðin frekar ráðvillt..
Það er örugglega ekkert varið í það sem ég var að skrifa, ég þurfti bara að koma þessu frá mér og vonast eftir einhverjum svörum .. en sleppiði endilega öllu skítkasti, ekki það sem fólk er að vonast eftir þegar það er bara að létta á sér.