Hvað er þunglyndi? Þunglyndi er sjúkdómur. Hún leggst á líkama og sál. Í framkomu lýsir hún sig oft með því að einstaklingur hefur ekki sömu löngun til starfa sem hann var vanur að hlakka til að gera s.s. tómstundargaman. Ég t.d. spila á gítar og hann var mikill hluti af mínu lífi en ég hafði bara einfaldlega enga löngun til þess að spila á hann. Hann lýsir sér líka með því að matarlyst einstaklingsins eykst eða minnkar. Hjá mér minnkaði hún snarlega. Eitt annað líkamlegt einkenni er að svefn eykst eða minnkar. Hjá mér snarminnkaði hún og það er ennþá þannig að ég sef 0-6 tíma á næturna. En þetta er að sjálfsögðu aðallega andlegur sjúkdómur. Þó svo að einstaklingurinn líti út fyrir að vera eðlilegur í framkomu þ.e. brosir og virðist hafa gaman af lífinu þá sé það aðeins yfirhlyming. Innst inni líður honum illa og það nagar hann smátt og smátt. Það er sökum þess að þeir sem eru haldnir þunglyndi fá oft sjálfsmorðhugleiðingar og oft er oft seint að bjarga þeim. Hjá mér þá komst upp um þetta þegar ég datt í það í sumarbústað og þegar ég hætti að finna á mér þá grét ég og grét því að mér fannst ég ekki hafa neitt til þess að lifa fyrir og ég hugleiddi það margoft að fyrirfara mér. Gott er að eiga góða vini/vinkonu í þessum aðstæðum og hjá mér var það vinkona sem að hjálpaði mér og hafði gætur á mér allt kvöldið.
Undanfarinn er það sem skiptir máli. Oft þarf lítið til þess að koma af stað þessum sjúkdómi s.s. andlát á e-m sem er náinn manni, kærasta/kærasti segir manni upp án skýringa, vanræksla á vinasamböndum koma þér um koll o.s.frv.. Hjá mér var það líklegast upphleðsla á tilfinningum sem höfðu byrjað að hrannast upp þegar ég var lagður í einelti í grunnskóla og brotist út þegar mér var hafnað þetta kvöld í sumarbústaðnum af stelpu. Þó svo að það skipti mig ekki miklu máli að hún hafði hafnað mér þá var það millilítrinn sem fyllti mælinn. Ég vil ítreka það að þessi stelpa er góð vinkona mín og er ein af þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum þessi veikindi. Mér leið eins og ég væri byrði allra og var sífellt að afsaka sjálfan mig þó svo að ég þyrfti þess ekki. Mér fannst að vinir mínir þoldu mig ekki og hélt að þeir reyndu af fremsta megni að forðast mig og mér fannst það eðlilegt. Eftir að hafa liðið svona í svolítinn tíma þá fóru sjálfsmorðhugleiðingarnar að koma fram. Ég vil taka það fram að mér líður þó stundum illa en þá hringi ég um leið til bestu vinkonu minnar og heyri í henni hljóðið og þá líður mér strax betur.
Hjálpin, stuðningurinn og endurhæfingin. Hjálpin og stuðningurinn kom einvörðungis frá vinkonum mínum sem eru æðislegar og ég vil þakka þeim stuðninginn. En það er ekki alltaf svo gott. Stundum er stuðningurinn góður t.d. frá foreldrum/forráðamönnum, vinum/vinkonum eða kærustu/kærasta. En síðan getur maður verið með algjörar andstæður þar sem aðilinn á enga að sem hann telur að hann geti rætt við um það hvernig honum líði og þá er gott að vita um staði sem hægt er að fara á. Hjá Rauða Krossnum er hægt að leita á tvo staði: Annars vegar er hægt að hringja í 1717 og þar svara þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar við að svara símtölum um hin ýmsu málefni og eru þeir alltaf til í að tala um hvað sem er. Ég persónulega hafði ekki kjark til þess að tala við þau en það er náttúrulega persónubundið. Á hinn bóginn þá er hægt að fara til þeirra hjá Rauða krossnum og tala við þau þar. Einnig má reyna að tala við geðlækni og farið upp á geðdeildir spítala. Ég vil samt ítreka það að gera það ekki nema þér finnist það algjör nauðsyn. Við þunglyndi eru til lyf eins og Zoloft og fleiri. Þau skal taka í samráði við lækni. Ég var eins og ég segi mjög heppinn með að eiga góða vinkonur sem hjálpuðu mér í gegnum þessi erfiði.
Að lokum vil ég þakka þeim sem að lásu greinina á enda og ég hvet ykkur til þess að kommentera á hana og koma með eigin reynslusögur.
Takk fyrir.
Lifi funk-listinn