Hvað á ég að gera?
Ég er með strák og við erum búin að vera saman í ca. 8 mánuði. Hann er mjög góður og elskar mig mjög mikið. Þegar við vorum að byrja deita þá fórum við á skauta og einn vinur hans kom með. Fyrst þegar ég sá þennan vin hugsaði ég hvað hann væri ótrúlega sætur og þegar við vorum búin að tala saman var hann líka skemmtilegur. Eftir þetta fékk ég msn-ið hans og hann sagði mér þar um kvöldið að hann væri hrifinn af mér og mundi byrja með mér væri ég ekki að deita vin hans. Við þetta brá mér en varð líka svolítið glöð þarsem þetta var ótrúlega sætur strákur. Eftir nokkra daga hætti ég að hugsa um hann og byrjaði að vera með gaurnum sem ég var upphaflega að deita. Hann er góður strákur. Á meðan ég var með honum hugsaði ég samt stundum hinn gaurinn. En svo frétti ég að hann væri byrjaður með stelpu. Þessi stelpa var víst ekkert venjuleg, mjög sæt og vinsæl (ekki það að það skipti neinu máli.) Fyrst var ég bara ánægð fyrir hans hönd en í leiðinni svolítið abbó. Eftir rúmlega 3 mánuði dömpaði hún svo honum og eru þau verstu óvinir í dag. Eftir að þau hættu saman fór ég að hugsa mikið meira um þennan strák en ég hafði gert. Ég var þarna orðin mjög hrifin af honum en á meðan var áhuginn á stráknum sem ég er með að dvína.
Svo í fyrradag þá sá ég strákinn í kringlunni og ég fékk fiðring í magann og allt fór af stað, hann var svo sætur en í leiðinni skemmtilegur og með sömu áhugamál og ég. Hann hefur líka mikið meira sameiginlegt með mér en gaurinn sem ég er með. í tvo daga hef ég ekki getað hugsa um annað en þennan strák. ég hef talað við hann síðan í síma og sms-um og sagt honum að ég sé hrifin af honum.
Ætti ég að segja stráknum sem ég er með upp og byrja með þessum? Er það ekki illa gert þarsem þeir eru vinir?