50% af öllum hjónaböndum enda með skilnaði, hmm þýðir það að það sé ekki til nein sönn ást, maður á bara eftir að enda á því að fá leið á maka sínum og skilja, nei auðvitað ekki, en auðvitað kemur það fyrir.
Ekki fyrir all löngu þá hugsaði ég svona, það er ekki til sönn ást,, 50% af öllum hjónaböndum enda með skilnaði, why bother en svo fór ég að líta aðeins í kringum mig og það er svo ógeðslega mikið af sannri ást sem ég sé á hverjum degi.
Mamma mín og pabbi t.d þau eru búin að vera gift í 20 ár eða eitthvað um það en eru ennþá ástfangin. Oft eftir erfiðan vinnudag hjá mömmu er pabbi búinn að láta leka í heitt bað fyrir hana eða öfugt þegar pabbi kemur heim eftir erfiðan dag og á meðan pabbi t.d er í bað situr mamma á klósettinu og þau tala saman um daginn. Þegar mamma er búin að vera að vinna lengi og ætlar að leggja sig passar pabbi alltaf að það heyrist ekki hljóð frammi á gangi svo að mamma getur fengið að hvíla sig í friði.
Ég vinn í sjoppu og þar tek ég líka voða mikið eftir svona. Eins og þegar kona kemur í sjoppuna og er að kaupa nammi handa manninum, mér finnst alltaf jafn æðislegt þegar hún kaupir fyrir hann bland í poka og velur fyrir hann því að hún veit nákvæmlega hvað hann vill í pokann. Svo þegar maður sér hjón velja spólur saman, hún fær að leigja Mona Lisa Smile og hann fær Face off sem gamla fríspólu ef að næst fær hann að leigja The Last Samurai og hún fær að velja gamla, eða eitthvað þannig. Það sem mig hlakkaði mest til með kærastanum mínum þegar við byrjuðum að vera saman var að fara útí sjoppu með honum og velja spólur eða nammi, þótt að það hljómar skringilega.
Pointið mitt með þessari grein var að maður á ekki endilega að líta á þessi 50% heldur hin 50% af hjónaböndunum sem eru fyrir lífstíð og þótt að þú hefur lent í því eða lendir í því að skilja við manninn eða konuna þína þá eru líkur á því að þú finnur þér nýjan maka sem að þú giftist og það hjónaband á eftir að endast. Maður fær þetta ekki alltaf rétt í fyrstu tilraun, og jafnvel ekki alltaf á annari. En hugsaðu þig samt um áður en þú giftir þig því að skilja kostar 50.000 kall….hehe ;)