Ég er alls ekki gömul en hef samt verið í tveim samböndum. Og þessi tvö sambönd mín hafa ekki komið vel út. Þau enduðu bæði mjög svipað. Í fyrra sambandinu var ég með stráknum í 2 mán og í þegar við vorum saman fór hann að reyna við aðra stelpu. Og frekar augljóslega. Var oft spurð hvort að þetta væri ekki þarna kærastinn minn að reyna við stelpuna þarna. Og í seinna sambandinu var ég mjög happý. Var samt bara með honum í 3 mán en það var frábært. En það sama gerðist og í fyrra sambandinu, hann reyndi við aðrar stelpur. Heyrði alltaf sögur um hann eftir hvert ball sem hann fór á að hann hafi verið að reyna við einhverjar stelpur og klípa í rassinn á þeim og eitthvað. Ég var mjög fúl og reið. En ég ákvað að gefa honum annað tækifæri. En treysti honum aldrei jafn mikið. En þetta voru bara mistök. Hann var alltaf að tala um að samband okkar væri eins og við værum í 5. bekk og að hann yðri svo fjótt leiður. En ástæðan var að ég vildi ekki sofa hjá honum strax. Treysti honum aldrei nóg. En það endaði þannig að við hættum saman útaf þessum ástæðum. Og stundum get ég ekki annað en hugsað hvort að ég sé ekki nóg fyrir einn strák. Þarf hann alltaf að fara að reyna við aðrar stelpur. Ég veit að þetta er ógeðslega heimskulegt og rangt að hugsa en ég get eiginlega ekki af því gert :S En ykkur finnst þetta asnalegt af því að ég er svo ung. En ég get lítið við þessu gert. Er búin að vera frekar þunglindi eftir þetta seinna samband mitt. En ég pæli mikið í hvort að ég sé ekki nóg og góð eða þetta hafi bara verið óheppni.