Þessi orð “Ég elska þig” eru ofnotuð. Það eru svo margir sem segja þetta án þess að hugsa og telja þetta bara vera orð sem enginn tekur mark á.
Ég segi fólki aðeins að ég elski það þegar ég geri það, og þá er ég líka að tala um foreldra, systkini, vini og ættingja. Af því að það er hægt að elska á svo margan hátt. En það vita allir sem ég segi við “ég elska þig” að ég elska þau ekki þannig að þetta sé ÁST. Ég hef aðeins einu sinni sagt þau við einhvern og verið ástfangin, það var aðeins þegar ég var að slíta á samband okkar. Svo eftir á þá fór hann að hringja og segjast elska mig, sem ég hlustaði ekki á, því afhverju ætti hann alltíeinu að fara að segja þetta þegar ég er búin að segja það.
spotta