Mínar hugmyndir, og spurningar af ástinni!
Tvær manneskjur gefa hvor annarra það besta sem í þeim býr. Þær deila því fallega sem að hendir þau. Þær hugsa um hvort annað og eiga hvort annað að! Eru alltaf til staðar í erfiðleikum. Þær bæta hvort annað, fullkomna hvort annað. Þær gefa fallegar hugsanir og þegar fallegu augnablikin koma þá vilja þær deila þeim með þeim sem þær elskar! Þekkja manneskjunna sem maður elskar og er í sambandi með, geta lesið út hvað hún hugsar og veit hvernig henni líður bara á að horfa á hana. Vilja aldrei gera neitt til að særa ástina sína. Vernda hana. Elska hana!
Er þetta ekki það sem að allir þrá án þess að gera sér almennilega grein fyrir því?
Ég vil ekki bara einhvern dúdda/u, ég verð að geta fengið allt þetta sem að ég taldi upp! Kannski vill ég leika mér á meðan ég er ung/ur, því það er nægur tími fyrir alvöruna seinna, en það verður bara að koma í ljós.
Tekur það tíma til að elska af einhverri alvöru eða kemur það bara strax?
Geta allir elskast, eða er það bara einn réttur til fyrir hvern og einn?
Það er auðvitað til allskonar ást..en ég var að tala um ást á milli para.
Ást á milli fjölskyldu og vina..það er soldið erfitt að lýsa henni, eða skilgreina..kann það ekki almennilega. Ég var bara allt í einu að hugsa um þetta og varð að skrifa það niður, hitt kemur seinna!
Er e-ð til í þessu sem að ég var að pára niður?
Hvað finnst ykkur Hugarar?