Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sendi eithvað hingað inn, ég hef fylgst með MÖRGUM greinum á huga í gegnum tíðina og ég vil biðja fólk um að fara rólega í það að dæma og fleira um þessa “grein”. þetta er meira pæling sem mig langaði að koma á framfæri og sjá hvort að aðrir hafi lennt í þessu….takk fyrir ;)
ég var að pæla…..
þegar einhver er “ástfangin” eða er brjálæðislega hrifin af einhverri ákveðni stelpu/strák, þá getur margur fjandi gerst. MARGUR fjandi gerst segi ég aftur. þegar þessi “tilfinning” á sér stað þá getur allt breyst í lífi manns. Sérstaklega þegar maður talar við hana/hann þá lætur maður eins og hinn mesti trúður (á við EKKI um alla), maður segir ekki réttu hlutina og talar yfirleitt um eithvað rugl og byrjar að skálda orð ásamt fullt af öðru kjæftaði. t.d. í dag þá hitti ég ákveðna manneskju sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um lennnnngi….ég byrjaði að blaðra sem gekk ágætlega þangað til að ég sagði orðið “Haust-lægðin” HVER SEGIR ORÐIÐ “haust-lægðin” ???!!???!!?
ENGIN SEGIR ÞETTA ORÐ….þetta er ekki einu sinni orð. þetta er bara bull. maður segir þetta ekki við stelpu né strák sem maður er frekar hrifinn af eða einhvern fjanda.
Stundum kemur maður ekki einu sinni upp orði, maður bara gefur frá sér einhver óhljóð eins og simpasi eða einhver API á mökunartímabili. SÉRSTAKLEGA þegar maður er að fara spurja hana/hann að einhverju sem skiptir MIKKLU máli hverju er svarar.
var bara að svona pæla…..