Stutt samband búið ?
Fyrir alltof stuttu þá var ég orðin desperate í kvennamálum en hitti þá þessa yndislegu stelpu sem ég bauð út. Hún er “nýlegur búi” frá A-Evrópu, flott og dugleg stelpa, líklega of dugleg þar sem hún virðist eftir alltsaman ekki hafa tíma fyrir mig.
Hún virtist æst í að byrja samband og við virtumst eiga vel saman, bæði í góðu formi og ætluðum að klífa fjöll og fara í útilegur og allt. Ég var hrifninn en kannski var ég ekki á “bleiku skýi” og kannski var ég með smá efasemdir eftir allt saman, en mér fannst ég vera að standa mig, alltaf að elda fyrir hana og gefa henni eitthvað,en kannski klikkaði ég á blómunum ?
En allavega var eins og allt stoppaði fyrir viku síðan, þó hún væri búinn að segja hvað ég hugsaði vel um hana og að hún væri hrædd um að missa mig. Nú er ég ekki búinn að heyra í henni í nokkara daga og hún svarar ekki símanum og ég kem af fjöllum, vil bara fá þetta á hreint, en hún virðist ekki vilja tala.
Ég held að hún sé með svona “vandamálapakka” sem hún er ekki búinn að vinna úr vegna föðurleysis og fyrri sambanda, nokkuð sem var að flækjst fyrir mér. Ég þakka mínu sæla fyrir að hafa ekki verið ástfangin upp fyrir haus, búinn að fá nóg af ástarsorg, en ég sakna hennar samt því við ætluðum að gera góða hluti saman.
Enn á ný kemur spurningin, hvernig “virka” stelpur, það virtist enginn karlmaður(ekki einu sinni pabbinn) hafa verið eins góður við hana eins og ég en það var ekki nóg og það styrkir þá kenningu sem summir hafa um að (sumar) konur hrífist aldrei af þeim sem eru góðir við þær, þær sækja í spennandi skíthæla !