Jæja, frænka mín er þvílíkt hrifin af strák og er búin að vera það mjög lengi. Þau hafa ekkert það mikil samskipti en tala þó stundum saman. Hann er þegar í sambandi. Hún talar rosalega oft (ALLTAF!!) um hann og þegar hann sér hana þá er hann alltaf að gefa eitthvað í skyn; segja hvað hún er flott og falleg og sæt og að hann vilji kynnast henni og svona. Henni finnst það óþægilegt því hann veit ekkert hvernig henni líður og hún getur ALLS EKKI sagt honum það.
Fyrir u.þ.b. ári var þessi strákur ýkt hrifinn af henni en þá var hafði hún bara ekki áhuga. Núna er hann búinn að breytast mjög mikið og hún er mjög hrifin af honum en hann veit það ekki, honum fannst hann ekki eiga séns í hana fyrir ári svo hann heldur það eflaust núna líka.
Svo ekki fyrir svo löngu ætluðu þau að reyna að hittast bara 2 en hún var ekki viss hvort að hún gæti bara hitt hann sem vinir og það varð ekkert úr því og þá hætti hann bara að tala við hana í u.þ.b. 2 vikur. Henni leið mjög illa og sagði bara að hún væri hætt að hugsa um hann og hætt að láta spila með sig. Svo byrjaði hann aftur að tala við hana og þá var bara eins og hún gleymdi því
Mér finnst hann vera að spila með hana, og henni finnst það líka, en hún bara sér ekki sólina fyrir honum. Þetta er byrjað að fara dálítið mjög mikið í mig því hún á svo miklu betra skilið en að þurfa að eltast við einhvern strák sem er á föstu og veit ekki einu sinni hvað hann er að gera henni.
Hún er alltaf að spyrja mig ráða en ég get nú lítið gert því ég hef aldrei verið í svona stöðu. Hvað mynduð þið gera? Taka sjensinn og segja honum hvernig ykkur líður, eða bara hætta að tala við hann til að ná að hættað hugsa um hann?