Jæja hér kemur önnur kenningin mín. Sjáum hvað ég endist lengi út í að skrifa.
Bæði strákar og stelpur kvarta yfir ýmsum hlutum um hvort annað og gera það oft ítrekað svoleiðis að ég ætla koma með smá punkt á þetta.
Kvenfólk er yfir höfuð meiri tilfinningarverur heldur en karlfólkið og ég held að það sé bara almennt vitað að minnsta kosti tel ég það vera þannig.
Það er einhvernmeginn mjög oft þannig að stelpur tengjast strákum mun fyrr og meira tilfinningarlega, þannig að stelpur gera það oft og mikið að hætta með strák byrja aftur með honum , fara aftur til stráks afþví þeim þykir svo vænt um hann þó svo að hann fari illa með þær en ég meina það gæti hafað lagast á þessum 2 vikum sem hún hitti hann ekki(glætan það þarf mun meira til að manneskjur breytist). En tilfinningar spila MJÖG MIKIÐ hérna inní ég held að stelpur bara fatti ekki oft hvernig þetta lítur út vegna þess að þær horfa allt öðruvísi á þetta vegna tilfinninga, það brotna fáir niður þegar þeir heyra að einhver hafi verið myrtur í kína , en hinsvegar ef það er faðir eða mamma einstaklingsins þá horfir allt öðruvísi við. Við sem strákar skiljum þetta ekki vegna þess að við erum að góðum hluta andstæðan af þessu. Ég get alveg skilið það þegar stelpa ber of miklar tilfinningar til stráks og getur ekki slitið sig frá honum en ef hún er að sökkva aftur oní einhverja skítaholu þá á að SEGJA ÞAÐ VIÐ HANA, það þarf ekki að vera að hún viti af þessu sjálf. Mér fyndist rétt að besta vinkona hennar myndi benda henni á þetta en hún er önnur stelpa sem hefur lennt í því sama og má vel vera að hún horfi ekkert öðruvísi á þetta vegna þess að öllum líkindum hefur hún lennt í þessu sjálf. Við strákarnir getum ekki sagt neitt því “við skiljum þetta ekki” og þó svo að við segjum eitthvað þá er bara einfaldlega yfirleitt ekki hlustað á það. Þannig að það endar yfirleitt bara á manneskjunni sjálfri að fatta þetta , yfirleitt gerist það ekki eftir eitt skipti heldur 2 og oft mörgum fleiri. Þetta er bara hlutur sem annað fólk hefur yfirleitt ekkert að segja um sem bíttar einhverju máli við stelpuna.
Sjálfstraust hjá stelpum þarf að halda við alveg ótrúlega mikið, stelpur fatta ekki alveg hvernig það virkar á okkur að þurfa stöðugt að vera halda þessu við. Að vera endalaust að segja við stelpu að hún sé svona svona og svona endar með því að maður verður leiður á því vegna þess að þetta þýðir ekkert lengur í huga manns.
Mér finnst að minnsta kosti að kvenfólki fleygji alltof mikið af orðum útur sér sem á ekki að gera, T.d. ég elska þig það er mjög gott dæmi, ef maður heyrir frá stelpu eftir að maður er búinn að sofa hjá henni 1 sinni og hitta hana 5 sinnum þá á þetta bara alls ekki við, hvað þá þegar 3 stelpur hafa gert þetta , endar bara með að orðið verður meiningarlaust. Að minnsta kosti þá dettur mér ekki í hug að segja við stelpu sem ég þekkji varla ég elska þig hvað þá segja það oft. Að minnsta kosti þá segji ég ekki sterk orð við kvenfólk nema ég meini þau.
Líka orðið krútt , alveg ótrúlegt hvað ég hata þetta orð vegna þess að stelpur segja þetta við ALLT, ef þær sjá sætan hund , krútt, lítinn krakka , krútt , svo heyrir maður þetta um sjálfan sig hvað haldið þið að strákar hugsi um ? Vei ég er alveg eins og hundurinn , litli krakkinn o.s.f.
Ég efast um að stelpum fyndist gaman ef alltaf þegar maður sæi einhverja útjaskaða stelpu þá segði maður “oj sjáðu þessa maður uaghh ekkert smá ógeðsleg, og bæta síðan við eftir 3 sekúntur hey hún er í alveg eins pilsi og þú” og hvað þá ef maður gerði þetta ítrekað ?
En já við strákarnir erum líka óþolandi.
T.d. ein mjög fræg setning er þú hugsar með typpinu eða þú hugsar bara um kynlíf. Gefum okkur það að strákar myndu aldrei hugsa um kynlíf og ekki detta það í hug, hmm hvað ætli yrði stundað mikið kynlíf í samböndum ? það yrði örugglega bara gert í því skyni að eignast barn og ég held að stelpur yrðu óhressari með það heldur en hinn kostinn.
Og já við strákarnir , hún er kynköld eða eitthvað hún vill aldrei gera það. Gefum okkur að stelpur myndu alltaf vilja gera það. Ég efast um að það væri gott því þær endast MUN lengur í bólinu heldur en við og því fylgja sko ÞJÁNINGAR að vera marga klukkutíma að í bólinu fyrir bæði kynin. Ekki að nefna það þegar það er alltaf eiginlega reynt við stelpur en stelpur reyna mun minna við stráka. Hmmmss hvað ætli margir strákar myndu endast lengi í sambandi ef þeir væru allan sólahringinn á séns ? Og hvað er mikið um framhjáhald þegar þetta er EKKI svoleiðis.
Ég held að það sé bara einfaldlega ekki til nein lausn á þessu ekki til að laga allt og gera allt gott. Við hefðum alveg örugglega ekki þróast svona nema útaf ástæðu , “ef við værum öll eins” hmm einhvernmeginn sé ég mig ekki fyrir mér fílandi stelpu sem hugsar allan sólahringinn um kynlíf er alltaf að pæla í hvað hún ætlar að gera við bílinn sinn ásamt því að vera í íþróttum og vinnu/skóla og hugsar sama sem ekki neitt um útlitið.
Það er alltaf og hefur alltaf verið rosalega auðvelt að sjá galla hjá öðrum en ekki sjálfum sér. En ef við horfum á gallana hjá sjálfum okkur þá sjáum við að við eigum ekkert með að segja helminginn af þessum hlutum.
Ef maður vill fá eitthvað þá verður maður yfirleitt alltaf að fórna einhverju fyrir það , við viljum peninga þá þarf maður að vinna og þá fer tími í að vinna. Við viljum bíl til að keyra þá þarf maður að borga skatt af honum og bensín og viðgerðir við viljum það kannski ekkert en við gerum það afþví að við viljum það frekar heldur en að hafa engan bíl.
Ég á sennilega aldrei eftir að finna kvenmann sem passar 100% við mig. Líkurnar á því að maður finni einhvern sem er alveg á því sama og maður er eru mjög litlar , kannski aðeins meiri ef maður er samkynhneigður.
En þegar maður finnur einhvern sem að kostirnir eru langt yfir göllunum þá verður maður bara sleppa horfa á gallana eða vinna í því að laga þá.
Það er til dæmis mjög auðvelt að segja að stelpan manns sé alltaf að segja hún verði að hitta mann og eigi ekki eftir að lifa án manns og að hún hafi saknað manns svo gífurlega mikið og líka fullt af tilfinningarlegu dæmi. En ef maður lítur á þetta sé einhvern risagalla hvernig væri það þá ef að konan manns myndi aldrei segja það ? að hún þarfnaðist manns aldrei og maður væri bara einn annar hluturinn í lífi hennar. Ég segji fyrir sjálfan mig að ég myndi frekar vilja stelpu sem myndi láta það í ljós heldur en ekki.
Lokin.
Ég horfi á þetta þannig að ef það er eitthvað sem ég er ósáttur við með stelpuna þá verður það bara vera þannig , það á ekkert eftir að hverfa einn daginn en mögulega lagast það. Ef ég vil stelpu sem er fullkomin þá er eins gott að ég sé það sjálfur, hvernig getur nokkur manneskja orðið fullkomin með því að láta eina manneskju dæma ? ekki hægt allar manneskjur eru mismunandi.
Það eina sem hægt er að gera er að gera það besta úr því sem er þess virði og sleppa hinu sem manni finnst ekki vera þess virði.
Það er ekki hægt að laga eitthvað sem maður skilur ekki neitt í , en maður þarf heldur ekki að skilja það allt til að ná stóru myndinni.
Maður lærir að sætta sig við hvernig maður sjálfur er , hvernig væri að sætta sig við hvernig hitt kynið er! Súperman er ekki til og þetta á ekki eftir að breyast á okkar lífstið þannig að betri kosturinn er að aðlagast þessu.
Frjals,
P.S. Endilega komið með comment og annað , það er víst þannig að
með því að ef við vitum meira hvað hinu kyninu finnst pirrandi/óþolandi þá getum við byrjað að vinna í að laga það fyrr og hvernig er hægt að tapa á því þegar þú átt eftir að enda með einhverjum af hinu kyninu, aldrei að vita nema hann viti það sem þú segir og hafi lagað það.